2.4.2008 | 18:45
Úbs gleymum að blogga!
Allt gott að frétta af okkur
Síðast vika gekk sinn vanagang. Veðrið farið að hlýna og allt farið að blómstra, samt kaldir dagar inn á milli. Póker og fótboltakvöld ganga vel, seinasti fótboltaleikur fór 8-2 fyrir okkur :) Sem var mjög gaman, því við vorum ekki búin að vinna leik síðan ég byrjaði að spila með þeim.
Það var grillveisla hjá CCP á síðasta föstudag, alltaf jafn mikið fjör þar. Tók nokkra amríkana í smá leik- ávaxtaleikinn þar sem ekki má opna muninn né brosa!! Vakti mikla lukku!
Um kvöldmataleitið á laugardaginn komu svo foreldrar Reynis og systir hans í heimsókn og þau stopuuðu fram á þriðjudagsmorgun.
Gurún búin að klippa sig stutt og nú eru þau alveg eins!!
Veðrið lék ekki alveg við okkur þessa daga sem þau voru í heimsókn en við gerðum bara gott úr því.Röltum um miðbæjinn okkar og sýndum þeim helstu staðina. Fórum gott út að borða, sýndum þeim vinnuna hans Reynis, fórum í moll og fleira. Svo gáfu Siggi og Guðrún okkur langflottustu innbúsgjöfina!! Fengum rauða KitchenAid!!!! Ohh mig er búin að dreyma um svoleiðis í mörg ár - enda tekur hún sig ekkert smá vel á eldhúsbekknum Takk æðislega fyrir okkur!!
Bloggar | Breytt 3.4.2008 kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.3.2008 | 23:40
Afslappandi páskahelgi
Við höfðum það reglulega gott um helgina, afslappelsi með fjölskyldunni í góðu verði.
Við lögðum á stað á fimmtudaginn eftir vinnu, keyrðum í 5 tíma og fundum okkur svo módel til að gista nóttina. Fórum af stað á föstudeginum, þegar room-service rak okkur út..... okkur fyrst alltaf jafn gott að sofa. En þá var bara eftir 3 klst. akstur til Florida, aðeins lengra en Orlando. En þar voru foreldrar Reynis með æðislegt sumarhús á leigu.
Reyndar fengu við ekki bestu vakningu á laugardagsmorgninum, Siggi kom inn til okkar klukkan hálf níu og sagði okkur að bíllinn okkar væri horfin! Ég byrjaði auðvitað strax að blóta þessu krimmalandi í sand og ösku og fannst verst að myndavélin mín og tom tominnn okakr væru í bílnum.... auðvitað í þetta eina skipti sem maður skilur þetta eftir í bílnum, er bílnum stolið. En svo fórum við nú aðeins að skoða þetta betur og hugsa hvort eitthvað annað kæmi til greina. Þetta er vöktuð gata, með mikið að sumarhúsum og bílinn okkar var fyrir utan gluggann og skrítið að við höfðum ekki verið var við neitt. Það kom svo í ljós að við máttum ekki leggja á götunni fyrir framan húsið og bílinn okkar hafi verið dregin í burtu og við þyrftum bara að sækja hann og auðvitað borga 110 dollara fyrir. Okkur létti auðvitað mjög mikið, en samt fannst okkur þetta frekar ósanngjarnt því þarna voru engar merkingar um að það mætti ekki leggja þarnar, og þeir skyldu ekki eftir neinn miða eða létu okkur vita eða neitt. Senna um daginn fréttum við svo frá nágranna að það væri bannað að leggja þarna milli 01-07 á morgnana og þeir nýta sér það mjög vel, læðast alltaf þarna um til að pikka upp bíla til að græða peninga!! Margir væru búin að kvarta yfir þessu en ekkert gengi, þeir hljóta auðvitað að græða helling á þessari götu, þar sem alltaf er nýtt og nýtt fólk að koma.
En burt frá þessu var helgin yndisleg. Nutum þess að vera í hitanum, 26 stiga hiti í skugga og rakinn all verulegur, c.a. 45 á daginn og fór upp í 95 á laugardagskvöldið! Siggi eldaði þvílíkt gott nautakjöt á laugardaginn, með bökuðum kartöflum, maís og öllu tilheyrandi, algjör snild, algjörlega besti maturinn siðan ég kom hingað.
Svo var sjálfur páskadagur aðeins öðruvísi en vanalega, 8 tíma keyrsla og subway í kvöldmatinn!!
Vonandi áttu þið hin öll yndislega páska líka
Yfir og út
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2008 | 18:56
Farin í páskafrí
Jæja þá ætlum við að fara í smá frí, að því tilefni að Reynir fær einn frídag um páskana, þar að segja á morgun. Bandaríkjamenn eru mikið fyrir frídagana, ekki frí í gær og ekki á mánudaginn. Við ætlum sem sagt að keyra c.a. 6 klst. akstur niður til Flórída þar sem foreldrar Reynirs eru með sumahús við eitthvað rosa flott vatn. Þetta verður örugglega voðoa kósý og aflappandi helgi, verst að fá ekki nóa páskaegg, við verðum bara að fá okkur Herses eða eitthvað í staðin :)
En allavega Gleðilega páska og hafið það sem allra best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2008 | 20:06
Saint Patricks day
í gær var Saint Patricks day, dagur fyrir Írana. Þetta er ekki venjuleguar frídagur hér í Bandaríkjunum, en þeir gefa alltaf frí í vinnunni hans Reynir - svo allir geti farið og drukkið bjór allan daginn :) Pöbbin opnaði klukkan 12 um hádegi og þá voru allir mættir. Þetta var þvílíkt stuð, sungið og drukkið fram eftir degi.
Við mættum auðvitað græn í tilefni dagsins.
Annars er allt gott að frétta af okkur, fórum í Ikea á laugardaginn og fundum loksins skrifborð, skrifboðrstól og borð undir sjónvarpið, tók reyndar allan sunnudaginn að setja þetta allt saman.....
Á laugardagskvöldinu var svo póker heima hjá Mice og Evu, að þessu sinni tók Reynir völdin og vann 150 dollara meðan Guðný tapaði 80 dollurum.... keypti sig þrisvar sinnu inn en ekkert gekk!
Annars er að koma vor hér, farið að vera ansi heitt á daginn. Samt breytist verðið svo hratt hérna, á laugardaginn var verið að vara við stormi þegar við vorum í bílnum. Við fórum nú bara að hlægja og sáum ekki að það gæti verið eitthvað að þessu. Tíu mínútum senna kom þessi þvílíka rigning og svo duttu risastór haggél niður!! Stóð nú reyndar bara yfir í cirka 10 mín. en það rigndi það mikið að það mynduðust lækir á götunum! Á föstudagskvöldið voru þrumur og eldingar allt kvöldið, hef aldrei séð annað eins, stóð bara út á svölum og fylgdist með- þvílíkt flott.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.3.2008 | 20:03
Pókerhákarlin hún Guðný
Ég, Reynir, verð að koma með smá öppdeit af síðasta pókerkvöldi. Guðný nefnilega tók sig til og vann 2 af 3 leikjum og var í öðru sæti í þeim þriðja. Þetta er rólegur og vinalegur leikur. Ekkert verið að spila uppá mikla peninga en safnast þegar saman kemur. Kella þarf ekkert að finna sér neina vinnu ef hún heldur þessu áfram. Tekur bara peninga af vinnufélögum mínum.
Smá fyndið að koma með kærustuna sína sem hefur eiginlega aldrei spilað áður í svona þar sem flestir eru vanir og hún vinnur aftur og aftur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2008 | 20:47
Nóg að gera
Þessa vikuna eru 3 iðnaðarmenn búnir að vera hjá okkur. Það er verið að endursmíða svalirnar, en þær voru að rotna í sundur! Einnig er verið að mála loftið í stofunni, því það var einhver leki, sem búið er að laga. Iðnaðarmennirnir eru 3, einn eldri sem stjórnar og 2 voða sætir strákar með honum! Þessi eldri er fyrsti maðurinn sem ég hitti hérna sem er með svo mikinn suðurríkjahreim að það er mjög erfitt að skilja hann, ég kinka bara kolli þegar ég næ ekki öllu :)
Annars erum við Reynir dugleg að hafa eitthvað fyrir stafni hérna í þessari stóru og skemmilegu borg. Reynir er komin í spilaklúbb niður í vinnu þar sem hann spilar á þriðjudagskvöldum og annan hvern miðvikudag. Svo erum við saman í pókerklúbb annan hvern fimmtudag. Við erum búin að spila tvisvar, Guðný búin að vinna 2 leiki og Reynir búin að vinna 3 leiki, af 6 leikjum - nokkuð gott!! Það kostar 10 dollara að vera með og yfirleitt um 10 spilarar þannig að við erum búin að græða fínt so far. Guðný er svo búin að spila fótbolta síðustu 2 þriðjudaga. Þetta er svona utandeildarlið, þar sem eru 7 í liði og verða alltaf að vera 3 stelpur inn á. Þegar stelpa skorar eru það 2 mörk :) Vísu finnst Guðnýju þetta smá erfitt því það má ekkert tudda, né renna sér né neitt svoleiðis. Tók samt nokkrar sénsa í gær og fékk ekkert á mig!! Held að strákarnir hafi verið smá hræddir þegar ég hljóp í þá, enda kostaði þetta ansi marga marbletti... vel köflótt núna!!
Að vinnumálum er allt gott að frétta, 2 sambýli búin að hafa samband :) og ég fer í viðtal hjá þeim báðum og sé hvað er best. Þarf sennilega eitthvað að vinna á kvöldin til að byrja með, en það er gaman að því líka.
Annars eru töluverð frí framundan, næsta mánudag er Saint Patricks day svo þá er frí, hérna fáum við svo frí á föstudaginn langa, en ekki meira í kringum páskana. Við Reynir erum að spá í að skella okkur í eitthvað ferðlag um páskana, fara á fimmtudegi og koma aftur á sunnudagskvöldi. Erum samt ekki búin að skoða neitt hvert ferðinni verður heitið.
Einnig styttist í Marakó ferðinna okkar. CCP árshátíðin verður haldin þar, við förum 23 apríl og erum orðin mjög mjög spennt. Við fljúgum fyrst til London, lendum um hádegi, getum svo aðeins labbað um í London og eigum svo flug um kvöldmatarleitið held ég. Heimferð er svo 29 apríl.
Einnig er fullt að fólki að koma í heimsókn :) Fyrst foreldrar Reynis og systir hans. Svo ætlar Freyr bróðis Reynis að koma 30 apríl, þegar við verðum örugglega algjörlega dauð eftir flugið frá Marakó!!
Þannig að allir hinir- takið þetta ykkur að fordæmi og komið í heimsókn til Atlanta :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.3.2008 | 21:35
Fyrsti saumaklúbburinn
Guðný hélt sinn fyrsta saumaklúbb síðasta föstudag :) Það komu 2 íslenskar stelpur, sem búa hérna og mennirnir þeirra eru að vinna með Reyni, ein þýsk sem er kona manns sem vinnur með Reyni og ein bandarísk sem er kokkurinn í vinnunni hjá Reynir. Kvöldið hheppnaðist mjög vel, elduðum góðan mat og spjölluðum fram eftir kveldi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.3.2008 | 19:19
Frábær dagur
Hoppaði hæð mína þegar ég kíkti í póstkassann í dag!! Ég er loksins komin með bandaríska kennitölu sem ég er búin að bíða eftir í 4 vikur! Núna má ég vinna, fá laun, opna bankareikning, taka bílprófið og já allt bara!! Nú getur allt farið á fullt. Er byrjuð að lesa undir bílprófið, aðeins öðruvísi reglur hérna og skillti. En stefni að taka það á föstudaginn :) Nú fara líka atvinnuviðtölin vonandi á fullt, því margir hérna vilja ekkert fá mann í viðtal né lesa umsóknina manns ef maður er ekki komin með kennitölu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.3.2008 | 18:33
Helgin
Helgin okkar var alveg frábær
Það var grillveisla í vinnunni hans Reynis á föstudgainn, cirka 100 manns og fullt af Íslendingum sem voru staddir hérna. Fengum góðan mat og svo var partý fram eftir kvöldi. Guðný notaði tækifærið og minglaði við allar konurnar og er sennilega komin í helvíti nettan saumaklúbb :) Er að spá í að bjóða í saumó næsta föstudag, 2 íslenskar stelpur, 1 þýsk og 3 bandarískar.
Laugardagurinn var tekin rólega, fórum í eina flottustu matvöruverlsun sem ég hef sét. Hún heitir Farmes-market og er mað allt það ferskasta beint frá bændunum. Ef maður ætlar að kaupa kjöt, fisk, ávexti og grænmeti þá er þetta staðurinn! Bara indverskt fólk sem vann á kassanum, ég fékk smá flassback þegar þeir byrjuðu að dilla höfðinu "naa naa".
Við ákveðum svo að gera heimatilbúna pizzu með allt þetta góða hráefnið Þykkt gott lag af allskyns kjöti og gúmmelaði en svo kom botninn... hann var smá skrítin. Málið er að hér eru til svo margar tegundir af hveiti, eitt fyrir brauð, eitt fyrir kökur og þessháttar svo við vissum ekkert hvaða hveiti við áttum að kaupa! Degið varð eins og leir og algjörlega hvítt á litin, höfðum held ég pizzuna inn í ofni í 45 min... en samt var hann svo skrítin. Maður þarf að læra að elda margt upp á nýtt hérna því hráefnin eru svo öðruvísi.
Sunnudagurinn var alveg frábær, fórum fyrst í smá leiðangur að leita að borði undir sjónvarpið, en fundum ekkert. Svo áttuðum við okkur á því að það var 20 stiga hiti úti og sól og þetta væri sko alls ekki dagurinn til að hanga inni í búðum. Þannig að við fórum með 3 öðrum gaurum frá Íslandi í Stonemonten park, sem er í 15 min fjarlægð frá okkur. Þetta er svona risastór garður sem hægt er að gera allskyns hluti. Ein auðvitað þurftu strákarnir að pína mig og gera það eina í þessum garði sem ég óttaðist! Í Stonemonten er nefnilega stæðsti steinn í heimi og það er hægt að fara með lyftu sem hengur í vírum alveg upp á topp.... mjög hræðilegt en samt auðvitað vel þess virði þegar maður var komin upp og sá útsýnið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.2.2008 | 00:18
Hvað er að frétta
Allt gott að frétt af okkur
Ekkert nýtt svo sem, Guðný ennþá á fullu í atvinnuleit, komin með fullt af spennandi tilboðum, en er ekki búin að ákveða sig. Það er svo margt sem er allt öðruvísi hérna. Mér var til dæmis boðin vinna á einu mjög spennandi sambýli, ekki svo langt frá, en svo kom það í ljós að á þessu sambýli er ekki vaktavinna heldur býr maður á sambýlinu!! Ég mydni sem sagt mæta í vinnuna klukkan 18 á sunnudegi og ekki vera búin fyrr en klukkan 06 á föstudegi!! Ég var nú að flytja til Atlanta meðal annars til að vera með kærastanum mínum, heheh ekkki alveg að vera frá honum í 5 nætur í hverri viku!! Einnig er ég búið að boða mig í 2 önnur spennandi atvinnuviðtöl, en þar get ég ekki byrjað fyrr en ég er komin með bandaríska kennitölu... sem ég er búin að sækja um en ekki enn komin, kemur samt örugglega í þessari viku eða snemma í þerri næstu.
En þannig er það nú hér í Amríkunni, margt öðruvísi og aðalega soltið gamaldags og allt pappírsdót tekur endalaust langan tíma. Við þurfum til dæmis alltaf að senda ávísun í pósti til að borga leiguna okkar!! Það er eins og þeir viti ekki hvað greiðsluþjónusta og heimabanki er!
Annars var helgin fín, fórum í grill til íslenskra hjóna sem búa hérna á fösudaginn. Á laugardaginn komu svo 2 nýjir íslenskir strákar hingað sem vinna með Reyni og við fórum nokkur og sýndum þeim næturlífið á laugardagskvöldið. Strákur sem er að vinna með Reyni hér úti var DJ á einum stað niður í bæ og vorum við þar allt kvöldið að dansa, Guðný dansaði reyndar alltof mikikð eiginlega, því hún getur varla labbað í dag vegna alltof mikilla strengja í lærunum!!
Mann ekki meira sniðugt í bili
Kv. GJ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar