21.2.2008 | 19:43
Eldhúsborðið komið
Nú er litla íbúðin okkar að vera algjörlega perfekt!!
Eldhúsborðið kom í dag og passar mjög vel inn
Annars er allt gott að frétta af okkur. Nóg að gera hjá Reyni í vinnunni og Guðný er á fullu að leita sér að vinnu og fegra heimilið. Erum búin að elda nokkrar góðar máltíðir í nýja eldhúsinu en erum líka dugleg að kynna okkur veitingarstaðina í nágrenninu. Fórum til dæmis á rosalega góðan mexíkanskann stað í gær sem er í 5 mín. labbfæri. Guðný er farin að keyra aðeins, var frekar nervus að keyra í allri þessari umferð, en henni gengur bara ágætlega.
Annars stóðum við lengi út á svölum í gær að fylgjast með tunglmyrkvanum, þvílíkt flott. Reyndum að ná góðum myndum en það var ekki alveg að takast....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.2.2008 | 21:10
Helgin
Helgin var alveg frábær, en alltof stutt að liða eins og alltaf.
Við vorum í rólegheitunum á föstudagskvöldið, en fórum svo að versla á laugardaginn, held að við getum loksins farið að slaka á í kaupæðinu, erum komið svona með það flesta. En við keyptum sem sagt þvílíkt flott stell - diska, skálar og bolla og svo hnífapör. Úrvalið var auðvitað alltof mikið hérna, eins og í öllu þannig að við enduðumá því að kaupa 12 mannasett og blönduðum 4 litum saman, þrennt af hverjum lit sem sagt. Einnig áttum við erfitt með að velja á milli hringlótta diska og ferkantaðara, svo við enduðum í hriglóttum matadiskum og ferkönntuðum kökudiskum!!
Svo kíktum við á alvöru djamm um kvöldið. Fórum sem sagti niður í down town Atlanta, en það tekur sirka 10 mín. að keyra þangað. Við vorum 3 íslendingar saman og skemmtum okkur þvílíkt vel. Vísu eru flestir staðirnir niður í bæ bara opnir til 2 sem okkur smá erfitt - enda vanir djamm-íslendingar. Á einum staðnum kostaði 10 dollara inn fyrir stelpur en 20 fyrir stráka, samt voru helmingi meira af strákum þarna inn, frekar fyndið!!
Svo eru fallegu sófaborðin mín komin, þannig að nú er ég bara að bíða eftir eldhúsborðinu, en það kemur ekki fyrir en næsta fimmtudag, því þeir senda bara hingað til Decatur einu sinni í viku!!
Annars ákvað ég Guðný að hafna mínu síðasta atvinnutilboði.... vona að ég sé ekki að gera stór mistök þar, en ég var ekki að meika að vinna bara 3 klst á dag frá 15-18. Líka miðað við hvað fyrsta viðtalið gekk vel, vona ég bara að það næsta geri það líka.
Bless í bili
Guðný
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.2.2008 | 18:33
Ný húsgögn og atvinnuviðtal
Nú er íbúðin okkar öll að koma til - fullt af nýjum og flottum húsgögnum
Eigum eftir að fá eldhúsborðið og sófaborðið og svo ætlum við að kaupa eitthvað undir sjónvarpið og skrifborð inn í gestaherbergi.
Kæru gestir - svona litur svefnsófinn út :) Svo drífið ykkur í heimsókn
Annars fór Guðný í atvinnuviðtal í morgun og gekk það mjög vel. Þetta er vinna með einhverfum börnum og hún myndi þá vinna sem þerapisti. Taka börnin í 3 klst. í senn í þjálfun og vinna í teymisvinnu með foreldrum og skóla. Ég myndi aðallega fara á heimili barnanna og vinna með þeim þar og kenna foreldrum rétt vinnubrögð. Þetta hjómar mjög spennandi, þarna mun ég læra margt nýtt, þar á meðal ABA hugmyndafræðina sem þau nota. Gallinn við hana er að þetta er ekki full vinna, bara milli 15-18 alla daga og ég þarf að keyra á milli sjálf og þetta yrði nánast alltaf sitthvor fjölskyldan á hverjum degi, væri kannski með 5-6 fjölskyldur í einu. Þannig að ég ætla aðeins að sofa á þessu og skoða aðra möguleika líka.
Svo verð ég að enda þennan pistil með að sína ykkur sætu skóna sem Reynir pantaði fyrir mig á netinu. Ekki hefði ég trúað að maður myndi passa í skó - án þess að máta, en þeir passa alveg perfekt og verða þvílíkt sætir við græn-doppótta kjólinn minn :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
10.2.2008 | 23:52
Innbú búinn
Sæll lesandi góður. Vonandi hefur þú haft það gott. Af okkur er allt fínt að frétta. Líklegt er að þegar þú lest þetta skjálfir þú úr kulda og að vindurinn sé að berja snjó á gluggann þinn. Gaman er að segja frá því að það er heitt og gott hér og við vorkennum ykkur ekkert.
Erum búin að vera á fullu í allann dag að versla okkur húsgögn. Keyptum heilt innbú á einum degi. Eða því sem næst. Ekki slæmt. Einn og einn hlutur sem enn vantar eins og skrifborð og eitthvað smádót. Og reyndar allt í eldhúsið. Eigum enn bara 2 hnífa og eitt brauðbretti. Húsgögnin verða send í vikunni og munum við pósta myndum þegar allt er tilbúið, líklegast á fimmtudaginn.
Kíktum aðeins út á föstudaginn. Fórum nokkur á pöbb í hverfinu. Kósí pöbb með rosa flott úrval af bjór sem er ágætis tilbreyting við bandarísku léttbjórana sem boðið er uppá á flestum stöðum. Það eru reyndar 2 staðir hérna í göngufæri sem stæra sig af bjórúrvali og á öðrum þeirra færðu nafnið þitt uppá vegg ef þú nærð að drekka þá alla. Guðný ætlar sko að fá nafnið sitt á vegginn. 1 tegund búin, 299 eftir.
Á laugardagskvöldið var svo stelpukvöld hjá Guðnýju og hinum Íslensku stelpunum sem eru hérna. Rósavín, blaður og allt hitt sem konur gera (ég veit ekkert hvað það er). Reynir fór í póker með strákunum. Þar fá sko engar kellingar að koma nálægt! Bjór, vindlar, fjárhættuspil og slagsmál. Ok, engin slagsmál en þetta var mjög macho alltsaman. Reynsi vann að venju og stóð sig hlutfallslega best miðað við höfðatölu.
En, nú ætlum við í bíó. Bæbæ o/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.2.2008 | 23:27
Komin með netið :)
Cable-gæjinn kom loksins í dag og erum við komin með netið og sjónvarpið, cirka 500 stöðvar sem er meira að segja lágmarkið hér í Amríkunni.
Við ákváðum að stofna svona sér Atlanta - blog og ætlum að reyna að vera eins dugleg og við höfum tíma til að setja inn fréttir og myndir.
Annars er lítið að frétta héðan, erum bara enn að koma okkur fyrir í rólegheitunum, íbúðin enn hálf fátækleg hjá okkur. En við njótum þess að sitja á svölunum og fylgjast með öllum íkornunum í trjánum.
Svo erum við líka búin að hafa nóg að gera. Reynir tók Guðnýju með í vikulegan póker í vinnunni á fimmtudaginn og kellan vann bara í fyrsta. Allir vönu karlarnir litu bjánalega út þegar hún hirti af þeim allann peninginn þeirra. Ansi gott!
Svo fluttum við inn á föstudaginn. Eigum ekki mikið dót svo sem. Bara rúm og.... ekkert annað. En það dugar í bili og við förum að versla í búið á næstu vikum og mánuðum.
Svo fórum við í matarboð með vinnufélögum Reynis á laugardaginn heima hjá Mike Tinney og svo var hinn vinsæli Superbowl á sunnudaginn. Það var partí í vinnunni hjá Reyni og liðið okkar, sem við munum ekki alveg hvað heitir, vann! Vúhú!! Það voru keppnir í hálfleik og Guðný vann í að kasta 'fót'bolta lengst í kvennaflokki og Reynir vann nákvæmniskeppnina í karlaflokki. Ekki slæmt miðað við að við höfum enga reynslu í svona undarlega löguðum boltum. Svo var hálfgert happadrætti og Reynir vann 100$ þar. Við vinnum allt sem við komum nálægt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.2.2008 | 23:10
Fréttir frá USA
Jæja þá er mín búin að vera viku í Bandaríkjunum og líkar enn rosalega vel
Við erum að fara að sækja lyklana núna klukkan 5 !!!! Váá hvað ég hlakka til, er reyndar að setja allt mitt traust á Reyni!! Hann sá íbúðina en ekki ég En ég veit hún verður æði!!
Mín fór svo í Target í gær og verslaði og verslaði, hreinlætisvörur, allt á rúmið og plast diska og glös!! Eina sem við munum eiga til að byrja með er risastórt king sise amrískt rúm sem við keyðptum í gær
Svo á hann Reynir minn afmæli á morgun - ég er alveg búin að vera að missa mig í að skipuleggja og vonandi verður þetta frábær dagur. Samt mjög fyndið að reyna að versla hér og finna það sem manni langar - kann ekki alveg a búðirnar strax - en það kemur sennilega fljótt, hehehhe!!!
En góða helgi allir
Guðný
p.s. Hringdum í capel-guy í dag og hann vissi ekki hvernær i næstu viku hann gæti komið og tengt internetið og sjónvarpið - þannig að ég verð netlaust eitthvað fram í næstu viku
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2008 | 23:09
Komin til Atlanta
Hæ hæ allir!
Þá erum við Reynir komin til Atlanta
Áttum æðislega helgi í Sanford í Florida, vorum á hóteli í 2 nætur með æðislegt útsýni yfir stórt og fallegt vatn.
Svo keyrðum við c.a. 700 km. til Atlanta í gær!!
Nú er Reynir í vinnunni og ég heima- fyrsti dagurinn sem amrísk húsmóðir!! Ég er samt með góðan félagsskap, því fyrstu dagana erum við hjá íslenskri fjölskyldu. Svo fáum við íbúðina okkar vonandi á fösudaginn
Meira seinna
Guðný
Bloggar | Breytt 8.2.2008 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar