Hello hello

Allt gott að frétta af okkur

Hitinn er farin að vera ansi mikill hérna, 35 gráður á dag og rakinn rosalegur!! Voða gott að hafa hitann ef við höldum okkur samt aðallega innandyra í loftræstingunni :) Reynir fór reyndar í golf á sunnudaginn klukkan 11 og Guðný minnti hann á að nota sólarvörn.... en hann ákvað að láta sig bara vaða og brann svo greyið í framan og á höndunum! Alltaf gott að hlusta á konuna :)  Annars  er ég að plana að vera sem mest hjá Söru, íslensk stelpa hérna úti í júní, því hún á sundlaug! Ekkert smá gott að henda sér í hana í hitanum.

Annars var helgin ansi góð hjá okkur, skiptum stelpum og strákum í lið á föstudaginn. Ég fór á sex in the city og hann spilaði póker með strákunum. Mæli eindregið með þessari mynd- algjör snild, hló og grét til skiptis. Fórum í voða flott bíó þar sem hægt var að panta bjór og koktela. Guðný keypti sér einn glerbjór, tók 2 sopa og skvetti honum svo yfir 10 stelpur! kemur á óvart! En fyrir betur fer slasaðist enginn og flaskan brotnaði ekki.   Laugardagurinn var líka frábær, vinafólk okkar bauð okkur í grill í sumarblíðunni.

Annars erum við orðin svaka spennt að koma á klakann bráðum. Fengum einmitt verkalýðsíbúð á Freyjugötu eina vikuna, sem verður æði. Hinar 2 vikurnar ætlum við hins vegar að ráðast inn á fjölskyldu og vini. Hlakka ekkert smá til að fá pylsu með öllu, malt, gott brauð, vatn og geta opnað gluggann og fengið vindinn í andlitið.

Guðný er auðvitað geðveikt spennt fyrir nýju vinnunni sem byrjar í ágúst, verður örugglega voða spennandi. En ekkert smá skrítið hvernig hlutirnir gerast stundum, nú rignir yfir mig símtölum og e mailum að fólki að bjóða mér vinnu! Ekkert gerðist í 3 mánuði nánast en núna vilja mig allir! Verð að viðurkenna að það er nú svolítið gaman að vera eftirsóttur.   Mér leist sérstaklega vel á einn skólann sem hringdi í morgun og ég ákvað að prófa fara í viðtal, bara til að sjá, þó ég se búin að segja já við hinn skólann. Þessi skóli var mjög svipaður, bara stærri og lengri í burtu. Ætla kannski aðeins að sofa á þessu öllu saman, en held að ég haldi mig við mína ákvörðun og taki litla skólann sem er hérna rétt hjá.

Yfir og út í bili, ég er farin á fótboltaæfingu :)


Guðný komin með vinnu :)

Loksins bar leitin árangur :) Fékk ekki bara eina vinnu heldur tvær sama daginn!!  Það var frekar erfitt að velja á milli en ég endaði á að velja skólann. Sambýlið var samt frábært, fór og sá það og hitti íbúana. En það hefði kannski verið frekar einfalt starf held ég, ekki mikið reynt á mig, íbúarnir voru allir mjög sjálfbjarga. Samt örugglega mjög skemmtilegt starf, en ég hefi kannski ekki lært margt nýtt. Einnig var þetta 40 min. akstur, vinnutíminn var 15-23 sun-föst og launin voru aðeins lægri en skólinn.

En þá er það skólinn - segja ykkkur aðeins frá honum! Þetta er lítill skóla fyrir nemendur með minniháttar fatlanir á aldrinum 5-12 ára. Flestir eru með fulla greind en eiga erfitt kannski félagslega eða hegðunarlega séð. Nokkrir með asperger og á einhverfurófinu. Margir með svokallaða of sterka skynjun, finnst óþæglegt að láta koma við sig. eiga erfitt með há hljóð eða stekra lykt.  Það eru bara fjórir bekkir í skólanum og aðeins sex nemundur í hverjum bekk þannig að kennslan er mjög einstaklingsmiðuð. Það eru tveir kennarar í hverjum bekk og ég mun verða aðstoðarkennari. Í skólanum eru líka iðjuþjálfi og talþálfi, þannig að það er mikil teymisvinna á milli allra. Þeir notast aðallega við hugmyndafræðina Floortime, sem ég er orðin mjög spennt á að læra. Einnig nota þeir aðferðir sem ég kann eins og félgshæfnisögur og þau nota mikið myndir, fyrir stundatöflur og fleira. Þannig að ég kann þegar eitthvað en fæ að læra fullt að nýjum hugmyndum, svo get ég vonandi kennt þeim eitthvað sniðugt líka.  Skólinn byrjar reyndar ekki fyrr en 4 ágúst, en ég held að hann sé alveg þess virði að bíða eftir. Nemendurnir koma reyndar ekki fyrr en 19 ágúst, þannig að kennararnir eru fá góðan undirbúning, sem er frábært. Einnig eru krakkarnir aldrei í skólanum á föstudögum, þá eru þeir í leikfimi, þannig að kennararnir fá alltaf allan föstudaginn í undirbúning og fundi, sem er snild. Einnig það besta við þessa vinnu er að hún er í labbfæri, sem er alls ekki sjálfsagt hér í Atlanta. Er meira að segja að spá í að kaupa mér hjól og hjóla í vinnuna, þetta eru sirka 2,5 km. þannig að það er passlegur hjólatúr. Kannski er reyndar aðeins og heitt í ágúst, maður vill kannski ekki vera þekktur sem sveitti illalyktandi kennarinn!!  Hérna er heimasíðaskólans ef þið viljið sjá meira: www.hirscacademy.org

 

Annars var helgin okkar þvílíkt frábær, nóg að gera. Á laugardaginn fórum við með fólki úr vinnunni hans Reynis á miðaldar-festival. Þetta er svona hálfgerður farand-miðaldar-sirkus, sem ferðast um bandaríkin til að skemmta þjóðinni. Þarna voru allskyns sölubásar að selja sverð, ölkrúsir, brynjur, föt og hatta. Það var hægt að fara í allskyns leiki eins og kasta tómötum í andlitið á manni, skjóta allskyns dót og fá bangsa í verðlaun og enn fleira. Við sáum riddara á hestum skilmast með sverðum, við klæddum okkur meira að segja upp í föt sem kóngur og drottning og létum taka mynd af okkur, geggjuð mynd :)

100 4987100 4949

Á laugardaginn fórum við síðan á skrímsla-drive in movie- hátið. Var haldin inn á svona drive inn bíói, en byrjaði um 14 um daginn og endaði svo með á að sýna 2 hryllingsmyndir þegar það var komið myrkur. Við fórum með vinafólki okkar um 16. Settum upp tjald, til að sitja í skugga, grilluðum hamborgara og drukkum bjór. Verð að segja að þetta er eitt það mest kanalega sem ég hef gert síðan við komum hingað. En frábær stemming, fullt af fólki klætt sem skrímsli, þetta er sennilega eini dagurinns sem "gothik" fólkið hangir út í sólinni. Þarna voru helling af sölu og leikjabásum og lifandi tónlist á stóru sviði. Ein hljómsveitin hét Van-Heiniken, en það var svona cover band af alvöru Van Heilen, frekar fyndið allt saman.

100 5022100 5029

P.s. fullt af nýjum myndum inn í Atlanta albúminu.


Fréttir frá Atlanta

Allt gott að frétta af okkur, njótum okkar í sólinni í Atlanta. Vísu hlaut að koma að því að Guðný yrði stunginn af einhverju hérna, miðað við hvað það var daglegt brauð í Indlandi. Veit vísu ekkert hvað beit mig, en ég er með c.a. 15 ljót bit á löppunum sem klæjar endalaust í !! Vona að þetta hafi samt verið einsdæmi og maður þurfi nú ekki að fara vera með einhverja illalyktandi pödduvörn á sér allan daginn.  

Helgin var æðisleg, vorum boðin í grilveislu bæði kvöldin sem endaði með skemmtilegum póker, Guðný vann á föstudeginum og Reynir á laugardeginum :) :)  Svo var memorial day í gær og það er frídagur hérna, verið að minnast þá sem voru í stríði.  Reynir fór að spila golf með strákunum meðan við íslensku stelpurnar höfðum það gott í sólinni.

Allt virðist líka vera að brakast í vinnumálum hjá Guðnýju, loksins!! Tvö spennandi viðtöl á fimmtudaginn, annað á sambýli og hitt í skóla fyrir fötluð börn.  Læt ykkur vita um leið og ég veit eitthvað. Gæti verið erfitt að velja á milli samt, bæði spennandi störf, en ég gæti byrjað strax á sambýlinu en skólinn byrjar ekki fyrr en um miðjan águst.  Held allavega að ég sé komin með vinnuna á sambýlinu ef ég vil, því þetta er viðtal númer tvö og hitt sem var á föstudaginn gekk svo ljómandi vel. En skref númer tvö hjá þeim er algjör snild, þá fer ég á sambýlið og hitti íbúana og þeir þurfa að spjalla við mig og samþykkja mig :) Enda eru þetta auðvitað þau sem eru að ráða mig, því ég er að fara að þjónusta þau. Hlakka til þegar íslendingar taka þetta líka upp.

Þannig - fullt að spennandi hlutum að gerast hjá okkur

Guðný og Reynir


Velheppnuð grillveisla

Deildin hans Reynis kom í mat á laugardaginn. Við Reynis skutumst út á föstudagskvöldið og keyptum þetta fína gasgrill, tók reyndar ansi langan tíma að setja það saman á laugardeginum, var tilbúið 10 mín fyrir komu fyrsta gestsins!!  Þetta heppnaðist allt rosavel, grilluðum helling af mat og Reynir bakaði svo geðveika súkkulaðiköku í eftirrétt.   Eftir matinn var svo spilað rockband af fullum krafti, ekkert smá skemmtilegur leikur, einn að syngja, einn á trommum, einn á bassa og einn á gítar. Svo var kjaftað og drukkið fram eftir nóttu.  Frábært kvöld.

100 4893

Deildin hans Reynis - sem er að standa sig endalaust vel


Veikindi á Clairemont ave

Hlaut að koma að því að maður fengi flensu í útlöndum. Við erum búin að sleppa alveg fram af þessu, hitastigið hérna hentar okkur vel. En Reynir var búin að vera meira og minna slappur eftir að við komum frá Morocco, en samt kannski ekki nógu slappur til að vera heima, leiðinlegasta veikin for sure!! Var svo svona nokkuð hress meðan Freyr var en samt aldrei með fulla orku. Svo fór þetta því miður yfir til mín og Freys, við sem héldum að við værum sloppin. Freyr var nú bara smá slappur í 2 daga en það tók aðeins lengri tíma hjá mér. Alltaf jafn leiðinlegt að vera veikur, hálsbólga, hósti, endalaust slím, höfuðverkur og slappleiki! Svo urðum við eiginlega bara meira veik eftir að Freyr fór, eins og likaminn hafi fundið að maður hefði loks tíma til að slaka á og þá væri best að taka þetta með trompi!!

En við erum nú öll að skriða saman, Reynir fór í vinnuna í dag og ég er miklu hressari. Enda þurfum við líka að vera úber hress á morgun því við erum að halda okkar stærsta matarboð til þessa :) Deildin hans Reynis er búin að vera að standa sig svo þvílíkt vel, náð öllum markmiðum sem Reynir hefur sett þeim, svo hann ætlar að bjóða þeim í mat til okkar til að verðlauna þau :)  Erum að spá í að kaupa grill á svalirnar okkar og grilla gott nautakjöt fyrir fólkið. Með kartöflum, maís, salati og heitri rjóma-pipar-sveppa sósu mmmm..... Bandaríkjamenn eru lítið fyrir sósu með kjöti, einstaklega skrítið! Kemur alltaf bara eintómt kjöt og engin sósa! Ekiki alveg að virka fyrir sósufólkið á Íslandi!

Nóg í bili

Góða helgi


Allt gott að frétta

Heil og sæl

Við erum alveg búin að vera netlaus síðan við komum heim frá Morocco, en Reynir náði að laga þetta allt saman í dag :) Svo það ætti að heyrast meira frá okkur næstu daga.

Freyr, bróðir Reynis er búin að vera hjá okkur síðustu 2 vikurnar svo það er búið að vera nóg að gera hjá okkur, alltaf gaman að hafa gesti. Guðný og Freyr eru búin að vera dugleg í mollunum meðan Reynir er að vinna og svo gerum við eitthvað skemmtilegt á kvöldin. Erum búin að fara í brúðkaup, go-kart, töluvert á pöbbana og skemmtistaðina og svo reynt að gera eitthvað túristalegt inn á milli.

Annars ætla að ég að klára að setja fullt af nýjum myndum inn, bæði hér og á facebook.

Heyrumst fljótlega


Komin heim frá Morocco

Þá erum við komin aftur til Atlanta frá Marakech í Morocco.

Ferðin var í alla staði alveg frábær, soltið stutt ferð fyrir svona langt ferðalag - en algjörlega þess virði.  Flugum fyrst til London í 9 tíma, stoppuðum þar svo í 6 tíma - náðum aðeins að kíkja niður í bæ, svo var 4 tíma flug frá London.

Við vorum á 5 stjörnu hóteli - þvílíkt flott og fansy. Allir töluðu vísu nánast bara frönsku og allt var á frönsku, eins og matseðlarnir - smá erfitt að skilja en það bjargaðist nú allt. Guðný fékk mikði að flassbökkum frá Indlandi, margt svipað þótt að þetta hafi alls ekki verið eins. En fólksfjöldinn, brjáluð umferð, lyktin, búðirnar og markaðirnir og að prútta fyrir alla hluti var svipað og í Inlandi. Við eyddum mestum okkar tíma okkar á hótelinu, þar í kring og í súkinu-markaðurinn niður í bæ.  Hótelið var þvílíkt flott með flottum veitingarstöðum, börum og sundlaug.  Miðbærinn var æðislegur, þröngar götur eins og í Feneyjum - þannig var markaðurinn byggður upp - algjört völundarhús. Allstaðar litlar búðir með mikið af þvílíkt flottum hlutum. Við keyptum okkur 2 handgerðar skálar, mjög flottar, verðið byrjaði í 650 dermum (held að peningurinn heiti það) en fengum þær á 200.

Laugardagskvöldið var svo algjört æði - þá var sjálf árshátíðin, aðal kvöldið.  Þá keyrðum við aðeins fyrir utan bæjinn og fórum og risa úti veitingarhús - svona risa tjald. Fullt á fólki tók á móti okkur í allskyns þjóðarbúningum, spilandi á hljóðfæri og dansandi. Þarna voru bæði menn á hestum og cameldýrum og fullt af gaurum að spila snáka uppúr kössum!!   Svo fengum við þvílíkt góða 3 rétta máltið - týbýskur Maracoskur matur, mmm...  Svo var nátla opin bar fram eftir kvöldum og mikið djamm eins og CCP fólki sæmir.

Sunnudagurnn var svo alveg frábær. Við leigðum okkur bílstjóra 4 pör saman og fórum lengst upp í fjöll. Þar réðum við okkur leiðsögumann sem labbaði með okkur út um allt.  Sáum 4 fallega fossa og þurftum að klifra upp þvílíkt háa kletta. Guðný var næstum búin að snúa við vegna lofthræðslu, en þetta var aðeins meira klettaklifur en við áttum von á.  Svo sáum við lítið afskekkt þorp í fjallinu, þar bjuggu aðeins 300 manns og allt frekar gamaldags.

Í heildina - algjörlega frábær ferð. Gaman líka að hitta íslendingana og kynnast Atlanta fólkinu betur

Reyni að setja inn myndir eins fljótt og ég get, netið okkar er bara ennþá bilað... ég sit bara á netkaffihúsi núna

Blessi í bili

Guðný og Reynir


Fréttir og þessháttar

Sælt veri fólkið.

Reynir hér. Við biðjumst velvirðingar á því hvað við erum búin að uppfæra þessa síðu sjaldan nýlega. Netið er búið að vera til vandræða heima svo við erum bara ekki búin að geta það. Eitthvað sem ég ætti að geta lagað sjálfur en ég bara kann voðalega lítið á svona tölvur og þannig. Ekki segja vinnuveitendunum mínum frá því samt því þá lendi ég í vandræðum....

Hellingur búinn að gerast síðan seinast var bloggað og hellingur að fara að gerast á næstunni. Þar má nefna að Guðný átti afmæli og hélt rosa partý, Freyr, bróðir minn, er að koma í heimsókn, við erum að fara í brúðkaup, styttist í að við förum til íslands og fleira. Og... já... við erum að fara til AFRÍKU! Eftir smá stund. Eigum flug eftir nokkra tíma. Fyrst til London þar sem við stoppum í nokkra tíma og svo áfram til Marrakech í Morocco. 3 heimsálfur á nokkrum tímum. Þess vegna hef ég engann tíma til að vera að blogga eitthvað núna og verð að láta öll díteils bíða betri tíma. Vildi bara að þið vissuð að við erum lifandi og allt í góðu. Komum aftur eftir sirka viku, lögum netið og bloggum eitthvað rosa flott með myndum og öllum pakkanum.

Svo við Megið þið lifa alla ævi og rúmlega það!

Kveðja,
Reynir og Guðný


Blíða í Atlanta

Veðrið hér verður betra og betra með hverjum deginum. Fer að lýða að því að við þurfum að fara að kæla litlu sætu íbúðina okkar. Fyrst þegar við fluttum inn var alltaf um 66-68 gráður og við hituðum alltaf upp í 70. Síðustu daga erum við bara búin að hafa slögt á apparatinu og hitinn t.d. núna er 76, sem er farið  að verða soltið heitt, ætli það sé ekki um c.a. 25 gráður - kann ekki alveg að reikna þetta!  Það er yndislegt að sitja út á svölum og sóla sig, verst bara að það eru búnir að vera iðnaðrmenn að mála að utan svo lengi - búnir að vera í held ég 3 vikur núna. Þannig að Guðnýju er ekkert alltof vel við að flatmaga út á svölunum hjá öllum þessum köllum.

Annars gegnur allt bara sitt vanagang hér hjá okkur. Reynir er aðeins búin að vera að kenna Guðnýju á tölvuleiki!! Fann einn leik sem mér finnst bara ansi gaman að.... best ekkert að skrifa samt ekkert of mikið um það, ehhehe  Vil ekkert viðurkenna of mikin nördarskap!

Á morgun eru svo "april-olimpiks" í vinnunni hans Reynis, allskyns keppnir í Rock star, billjard, foosboll og fleira. Reynir er í skemmtinefnd og á að stjórna rockstar leiknum. Öll lið spila sama lagið og stigin eru fiftí fiftí hvað maður nær miklum stigum og hvað hinir klappa mikið fyrir manni ef maður sýnir mikla takta :)  Þetta verður örugglega svaka stuð.

Annars er nóg að gera framundan - afmælið mitt og Marracco :) Við Reynir ætlum sennilega að gera bara eitthvað kósý 2 á afmælisdaginn minn og svo ætla ég að halda partý á föstudeginum. Tími til komin að vígja Clairemont AVE á partýkvarðanum!!

En góða helgi allir nær og fjær

Guðný


Góður kvöldmatur

Í gær elduðum við nánast íslenskar pylsur, eða pulsur eins og Reynir vill bera það fram.....

Ella var nefnilega svo góð að færa Guðnýju steiktan lauk frá Íslandi :) En við höfum ekki enn séð hann hér í Amríku. Svo kom hún einnig með Nóa páskaegg og lagkkrís :)

En við náðum að finna ótrúlega líkar pylsur og sósu sem minnir töluvert á remúlaði, hvít smá krydduð en mjög góð. Þannig að þetta smakkaðist ótrúlega líkt íslensku pylsunum mmmmm.... Vísu voru pylsubrauðin þvílíkt stór eins og allt hérna og pylsan ótrúlega lítil miðað við brauðið!

En þetta var snildar máltíð. Verð nú að segja samt að ég hlakka mikð til að fá ss pylsur!!  En já við erum einmitt búin að pannta flug til Íslands í sumar - til að koma í brúðkaupið hjá Erlu og Hlyn. Komum 8 júlí og verðum í 3 vikur :) Veii


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðný og Reynir
Guðný og Reynir
Guðný og Reynir í Atlanta

Nýjustu myndir

  • 100_7882
  • 100_7862
  • 100_7902
  • 100_7873
  • 100_7886

Spurt er

Tekur þú skoðanakannanir á netinu?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 1037

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband