Jólin nálgast

Guðný er komin í jólafrí !! Veiii :) Reynir þarf sennilega bara að vinna á mánudaginn, kannski þriðjudaginn, þá eru við bæði komin í frí fram eftir áramót.

Föstudagurinn hjá Guðnýju var æðislegur - síðasti dagurinn í skólanum fyrir frí. Það voru engir krakkar eins og vanalega á föstudögum, en  höfðum það gott. Góður hádegismatur, skiptumst á gjöfum og komust að því hver var okkar secret santa :) Svo var einn mjög skemmtilegur leikur sem virkaði þannig að við settum öll nokkra miða í skál sem á stóðu gömul störf sem við höfum unnið í gegnum tíðina, svo átti sá sem dró að reyna að giska hver þetta væri. Það vissi nú engin hver var fense-bulder þegar það kom upp!!  Svo var kíkt aðeins á barinn eftir kræsingarnar, geggjað skrítið að sitja út í sólinni í 20 stiga hita að drekka bjór á 19 des ! Vísu er desember búin að vera mjög kaldur en ég veit ekki hvað hefur verið að gerast síðustu 4 daga - bara þvílíkur hiti :)

Annars erum við á fullu að undirbúa jólin. Ég og Sara gerðum konfekt um daginn, svo hittumst við 4 íslenskar fjölskyldur í gær og gerðum laufabrauð - meiri háttar gaman. Svo ætla ég að gera sörur með Söru á morgun, hahhahah var þetta ekki smá fyndið!!

Núna erum við Reynir einmitt á leiðinni út að kaupa jólatré :) og það síðasta sem þarf fyrir jólamatinn, fréttum að það fengust grænar baunir og rauðkál í einni búð hérna - svo við ætlum að drífa okkur að kaupa það, verst að það fáist ekki malt og appelsín. En við verðum sem sagt með hangikjöt og uppstúf á aðfangadagskvöld, foreldrar Reynis voru svo yndislegir að senda okkur hangikjöt. Fyrsta planið var nú að vera bara 2 en svo fréttum við að 4 vinir okkar voru alveg einir og voru ekki að fara heim, þannig að við ákvöðum að bjóða þeim í íslenskt hangikjöt, ég ætla nú samt að elda svínakjöt líka - til öryggis en vonandi fíla þeir bara hangikjötið. Við erum allavega þrír íslendingar sem munum háma þetta í okkur svo er einn héðan úr Bandaríkjunum, einn frá Kanada og einn frá Ástralíu - það verður spennandi að vita hvað þeim finnst.

En jæja við erum farin í jóla-innkaup

Jólakveðja

Guðný og Reynir Ari


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

blessuð elskurnar og verði ykkur að góðu hangikjötið og rauðkálið og baunirnar sem þið vafalaust eruð búin að sjóða niður. þið missið af skötunni,ég þorði ekki að senda ykkur skötu, ykkur hefði verið vísað úr landi.gleðileg jól, við hringjum í ykkur á morgun. kveðjamamma

mamma g (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný og Reynir
Guðný og Reynir
Guðný og Reynir í Atlanta

Nýjustu myndir

  • 100_7882
  • 100_7862
  • 100_7902
  • 100_7873
  • 100_7886

Spurt er

Tekur þú skoðanakannanir á netinu?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1014

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband