19.4.2009 | 22:14
Afmæli Guðnýjar
Hæ hæ
og takk fyrir allar afmæliskveðjurnar - email, facebook, sms og hringingar :)
Seinasti fimmtudagur var algjört æði - eins og afmælisdagar eru alltaf. Kennararnir gáfu mér köku, krakkarnir sungu aftur og aftur og bökuðu einmit líka handa mér "köku"
Síðan kíkti ég smá með vinnufélögunm á barinn og síðan kom Reynir og sótti mig á tók mig út á borða á æðislegum mexikönskum stað í nágrenninu. Reynir gaf mér svo takkaskó og hálsmen í afmælisgjöf!! Mín var ekkert smá ánægð - og hálsmenið er með bláum safír - í stíl við allt sem ég á, hann kann á þetta :)
Á föstudagskvöldið hélt ég síðan afmælispartý hérna heima. Það kom þvílikt mikið að fólki - þvílíkt stuð, rétt komust allir fyrir! Allir voru í skýjunum með bolluna sem ég gerði og veitingarnar - allt kláraðist, sem er von á gott - en kláraðist samt bara rétt í endann :) Fólk var alveg brjálað á gjöfum...!! Held að ég hafi fengið cirka 15 flöskur ! Fékk þvílíkt flott albúm frá Jenny frá ferðinni okkar til Athens. Sara elskan gaf mér íslenska gjöf, íslenskt brennivín, nóa konfekt og fleira. Fékk fullt af blómum, seðlaveski, glös og fleira. Íslensku stelpurnar gáfu mér geggjað flottan kjól sem smell passaði, slæðu, kerti og uppskriftarbók. Pökkuðu því ekkert smá flott inn:
Takk æðislega fyrir mig allir :) :)
Ykkar afmælisstelpa Guðný
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þetta er betra, fréttir og nýjar myndir,svona getum við fylgst með ykkur ekki þegar gamlar fréttir og myndir hanga inná blogginu svo vikum skiptir. Reynir góður að versla rétt,ég er stolt af þér vinur,kveðja mammag
mammag (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 13:24
Hæ sæta flott afmæli hjá þér....
Hvaðan var kakan þín hún var geggjuð ... góð og sæt
Við alltaf jafn sætar saman knús
Sara (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 21:31
Já kakan var geggjuð - Anna Lee, einn af kennurunum kom með hana frá Pupliks, hún vinnur þar :)
Sé þig á morgun Sara!!
Guðný og Reynir, 22.4.2009 kl. 21:50
Til hamingju með afmælið vinan, assgoti ertu orðin gömul
Kveðja, Bidda
Margrét Birna Auðunsdóttir, 26.4.2009 kl. 20:28
Blessuð bæði.
passið ykkur á sínaflensunni,það er öruggara að þið komið bara heim,hér er ekki flensa.ástarkveðjur mammag
mammag (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 13:29
blessuð nú vantar mig nýjar fréttir.kv.mammag
mammag (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.