20.2.2009 | 03:38
New York og Miami beach
hæ hæ - ef einhver er enn að fylgjast með, við bloggum svo sjaldan...!!
Allavega búið að vera nóg að gera hjá okkur, Salbjörg systir er búin að vera í heimsókn síðan í byrjun febrúar. Salbjörg og Guðný byrjuðu á því að hittast í NY og vera vera þar í 3 daga. Ekkert smá gaman, þvílíkt gaman að skoða þessa borg. Við náðum að gera ótrúlega mikiuð þótt við stoppuðum stutt, skoðuðum frelsistyttuna í bak og fyrir, algjör snild. Eyddum dágóðum tíma á Time squere, gaman að sjá alla skýjagljúfrana, búðirnar, mannfólkið og allt - þvílíkt! Síðan fórum við á Brodway show og sáum Wicket, þvílík snild. Einnig fórum við á uppirstand þar sem 4 uppistandarar skiptust á áð láta okkur springa úr hlátri. Svo var auðvitað borðað, drukkið, dansað, verslað og haft gaman fram eftir öllu. - Sáum Empier state og svæðið þar sem tvíburaturnarnir, fórum í Chinatown og margt fleira - snildar ferð :)
Komum aðeins heim aftur til Atlanta svo fórum við öll 3 í fimm daga ferð til Maiami beach í Flórida. Mmmmmmm... ohhh hvað það var gott að liggja bara í algjöru leti á ströndinni. Gerðum svo sem ekki mikið nema liggja í sólbaði og slappa af. Eftir klukkan 4 rölltum við um bæjinn og skemmtum okkur á kvöldin. Við systur erum orðnar voða brúnar og fallegar, náðum vísu báðar að brenna soltið.... það fylgir bara.
Núna erum við svo bara komin aftur til Atlanta, Salbjörg búin að kíkja með mér í skólann og svona, kíkja aðeins í búðir og dúlla okkur. Planið fyrir helgina er svo dýragarðurinn, sædýrasafnið og kannski dansa smá á klúbbunum :)
Yfir og út
Guðný
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
loksins fréttir,húrra.
gott að þið skemmtið ykkur vel,öfunda ykkur af NY,á það eftir. fylgist með blogginu næstu daga,úr því þú ert komin af stað aftur.kv.mamma g
mamma g (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.