23.1.2009 | 23:57
Allt gott að frétta af okkur
Allt og ekkert að frétta af okkur, lífið gengur sinn vanagang.
Búið að vera ógeðslega kalt í Atlanta að undanförnu, farið undir frostmark. Duttu meira að segja nokkur snjókorn niður um seinustu helgi, hélt nú aldrei að ég yrði eins glöð að sjá snjó. Skilst að það haldi áfram að vera kalt út febrúar og svo eftir það verður bara sól og sæla. Við ætlum aðeins að taka forskot á sólina þegar Salbjörg systir kemur, búin að bóka 5 daga ferð á ströndina á Miami beach :) Það verðru æðislegt.
Ég reyndi eins mikið og ég gat að ná mynd af "snjókomunni" hér í Atlanta:
Annars er bara búið að vera nóg að gera hjá okkur í vinnunni. Guðný er svo jafnvel búin að fá vinnu í sumarfríinu, eða eitthvað að því. Ein mamman frá skólanum spurði hvort ég hefði áhuga að fylgja syni sínum í sumarbúðir í sumar. Þessi strákur er 5 ára og algjör draumur, alltaf fjör að hafa hann í kringum sig. Þetta myndi þá sennilega vera nokkrar vikur, virka daga frá 9-5. Henntar mér rosalega vel, 2 mánuðir er svolítíð mikið fyrir mig að vera í fríi, en þarna næ ég líka að fara í frí og gera eitthvað skemmtilegt. Við erum svo sem ekkert búin að ákeða hvort við ætlum að kíkja heim til Íslands í sumar eða ferðast einhversstaðar hér, Suður-Amríka er efst á listanum :) Sjáum hvað gerist.
Hér er annars lítið um táragas og mótmæli, maður er bara eitthvað svo langt frá því öllu saman að ég átta mig varla hvað er um að vera heima. Maður dettur bara inn í allt hér, Obama auðvitað það helsta í fjölmiðlunum þessa dagana. Það var frekar hátíðleg stund á þriðjudaginn- allur skólinn horfði á þetta í beinni útskýringu klappandi og húrrandi, meira að segja krakkarnir höfðu þvílíkan áhuga á þessu öllu saman.
Dettur ekki meira í hug til að deila með ykkur i dag.
Set hérna 2 hressandi myndir með í ganni frá seinasta íslenska saumaklúbb hér í Atlanta þar sem við enduðum í karíókí á hillybilly úthverfapubb, algjör snild :)
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahaha, já það var ekkert smá gaman hehe. Alltaf skemmtileg saumaklúbbakvöldin, hvað ætli við gerum af okkur næst
Kær kveðja Þóra
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir, 27.1.2009 kl. 21:20
Það er spurning :) Ætlaði María ekki að halda í febrúar?
Guðný og Reynir, 28.1.2009 kl. 20:59
Til hamingju með afmælið Reynir!!!!
Erla Guðrún (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.