22.10.2008 | 00:09
Loksins farið að kólna í Atlanta
Klukkan 8 þegar við Reynir förum í vinnuna er orðið ansi kalt! Við þurfum peysu! Smá breyting frá bolatímabilinu þótt við séum alls ekki að kvarta. Um miðjan daginn þegar sólin er komin er sennilega samt alltaf um 15-20 stig, samt ansi kalt miðað við það sem var. Samt hálf skrítið að vera að krókna í bílnum á morgna með miðstöðina í gangi og svo er ég að stikna úr hita þegar ég labba heim!
Annars erum við á fullu þessa vikuna að finna okkur búning fyrir Halloween, sem er ansi stórt hérna. Vinnan hans Reynis er með stórt Halloween partý á föstudaginn. Þar eru stór verðlaun fyrir bestu búningana og við ætlum aðvitað að taka þetta með trompi og vinna allt saman. Erum búin að vera skoða og skoða búninga en ekki búin að finna neitt ennþá, þannig að endilega ef þið eruð með hugmyndir - látið okkur vita.
Krakkarnir í mínum skóla eru öll þvílkt spennt. Grasker út um allt og allskonar hrekkjarvöku föndur í gangi. Þau eru þvílíkt stolt að kenna mér allt um þetta, skilja ekkert í því afhverju við séum ekki með þetta á Íslandi.
Lofa að setja myndir inn af búningunum um næstu helgi :) :)
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ, vinkona,
Já það er sko orðið kalt hérna hjá okkur núna. Ég er í íslensku lopapeysunni á morgnanna þegar ég geng með Emblu í skólabílinn. Embla er alveg kappklædd þegar hún fer á morgnanna og svo kemur hún heim á stuttermabolnum í 20 stiga hita. Það er svolítið skondið. Ekkert skrítið að flestir eru búnir að verða veikir,
Kær kveðja Þóra :0)
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir, 23.10.2008 kl. 18:47
Einmitt! Vona bara að ég sleppi við þessi veikindi.
Guðný og Reynir, 23.10.2008 kl. 21:12
Þegar þið flytjið aftur heim þá verðið þið bara að koma hrekkjavökunni á kortið hér heima á Íslandi...
Smári Jökull Jónsson, 27.10.2008 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.