Hello hello

Allt gott að frétta af okkur

Hitinn er farin að vera ansi mikill hérna, 35 gráður á dag og rakinn rosalegur!! Voða gott að hafa hitann ef við höldum okkur samt aðallega innandyra í loftræstingunni :) Reynir fór reyndar í golf á sunnudaginn klukkan 11 og Guðný minnti hann á að nota sólarvörn.... en hann ákvað að láta sig bara vaða og brann svo greyið í framan og á höndunum! Alltaf gott að hlusta á konuna :)  Annars  er ég að plana að vera sem mest hjá Söru, íslensk stelpa hérna úti í júní, því hún á sundlaug! Ekkert smá gott að henda sér í hana í hitanum.

Annars var helgin ansi góð hjá okkur, skiptum stelpum og strákum í lið á föstudaginn. Ég fór á sex in the city og hann spilaði póker með strákunum. Mæli eindregið með þessari mynd- algjör snild, hló og grét til skiptis. Fórum í voða flott bíó þar sem hægt var að panta bjór og koktela. Guðný keypti sér einn glerbjór, tók 2 sopa og skvetti honum svo yfir 10 stelpur! kemur á óvart! En fyrir betur fer slasaðist enginn og flaskan brotnaði ekki.   Laugardagurinn var líka frábær, vinafólk okkar bauð okkur í grill í sumarblíðunni.

Annars erum við orðin svaka spennt að koma á klakann bráðum. Fengum einmitt verkalýðsíbúð á Freyjugötu eina vikuna, sem verður æði. Hinar 2 vikurnar ætlum við hins vegar að ráðast inn á fjölskyldu og vini. Hlakka ekkert smá til að fá pylsu með öllu, malt, gott brauð, vatn og geta opnað gluggann og fengið vindinn í andlitið.

Guðný er auðvitað geðveikt spennt fyrir nýju vinnunni sem byrjar í ágúst, verður örugglega voða spennandi. En ekkert smá skrítið hvernig hlutirnir gerast stundum, nú rignir yfir mig símtölum og e mailum að fólki að bjóða mér vinnu! Ekkert gerðist í 3 mánuði nánast en núna vilja mig allir! Verð að viðurkenna að það er nú svolítið gaman að vera eftirsóttur.   Mér leist sérstaklega vel á einn skólann sem hringdi í morgun og ég ákvað að prófa fara í viðtal, bara til að sjá, þó ég se búin að segja já við hinn skólann. Þessi skóli var mjög svipaður, bara stærri og lengri í burtu. Ætla kannski aðeins að sofa á þessu öllu saman, en held að ég haldi mig við mína ákvörðun og taki litla skólann sem er hérna rétt hjá.

Yfir og út í bili, ég er farin á fótboltaæfingu :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað ertu eftirsótt elskan..en ekki hvað!

Hlakka mjög mikið til að sjá þig skvísa þegar þú kemur á klakann!

knús,

Linda 

Linda (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 00:39

2 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Ha ha ha!!!

Góð með bjórinn ;)

Elskan mín það er skylda að fá sér kokkteil þegar maður hefur séð Sex and the city!

Luvya, Kidda.

Æfa fótbolta???

Kristbjörg Þórisdóttir, 16.6.2008 kl. 22:49

3 identicon

hæ elskurnar.

er ekki cosmopolitan skylda með sex and the city ? það hélt ég og get þess vegna ekki farið í bíó hér, enginn kokkteilbar.

kveðjur frá Hveragerði þar sem ég bít gras næstu vikur.

mamma g

mamma g (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný og Reynir
Guðný og Reynir
Guðný og Reynir í Atlanta

Nýjustu myndir

  • 100_7882
  • 100_7862
  • 100_7902
  • 100_7873
  • 100_7886

Spurt er

Tekur þú skoðanakannanir á netinu?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband