27.5.2008 | 18:58
Fréttir frá Atlanta
Allt gott að frétta af okkur, njótum okkar í sólinni í Atlanta. Vísu hlaut að koma að því að Guðný yrði stunginn af einhverju hérna, miðað við hvað það var daglegt brauð í Indlandi. Veit vísu ekkert hvað beit mig, en ég er með c.a. 15 ljót bit á löppunum sem klæjar endalaust í !! Vona að þetta hafi samt verið einsdæmi og maður þurfi nú ekki að fara vera með einhverja illalyktandi pödduvörn á sér allan daginn.
Helgin var æðisleg, vorum boðin í grilveislu bæði kvöldin sem endaði með skemmtilegum póker, Guðný vann á föstudeginum og Reynir á laugardeginum :) :) Svo var memorial day í gær og það er frídagur hérna, verið að minnast þá sem voru í stríði. Reynir fór að spila golf með strákunum meðan við íslensku stelpurnar höfðum það gott í sólinni.
Allt virðist líka vera að brakast í vinnumálum hjá Guðnýju, loksins!! Tvö spennandi viðtöl á fimmtudaginn, annað á sambýli og hitt í skóla fyrir fötluð börn. Læt ykkur vita um leið og ég veit eitthvað. Gæti verið erfitt að velja á milli samt, bæði spennandi störf, en ég gæti byrjað strax á sambýlinu en skólinn byrjar ekki fyrr en um miðjan águst. Held allavega að ég sé komin með vinnuna á sambýlinu ef ég vil, því þetta er viðtal númer tvö og hitt sem var á föstudaginn gekk svo ljómandi vel. En skref númer tvö hjá þeim er algjör snild, þá fer ég á sambýlið og hitti íbúana og þeir þurfa að spjalla við mig og samþykkja mig :) Enda eru þetta auðvitað þau sem eru að ráða mig, því ég er að fara að þjónusta þau. Hlakka til þegar íslendingar taka þetta líka upp.
Þannig - fullt að spennandi hlutum að gerast hjá okkur
Guðný og Reynir
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæ
gangi þér vel í viðtölunum Guðný mín.
Hér er allt á kafi í afmælum
Ella 18 í gær og Ásta 3 á morgunkaffi hjá Ellu í kvöld,og hjá Ástu á morgun, fúlt að þið missið af því, Ella er heima að baka í dag, margar sortir, mikið við haft.
kv.mamma
mamma (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 09:56
hæ aftur.
fúlt með bitin Guðný, ég er hissa á því að Reynir skuli sleppa, hann hefur verið alger bitmaður amk sem barn.
na na na na bú bú, þið fáið ekki afmælisköku í kvöld og á morgun
kveðja
mamma
mamma (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 13:13
Skilaðu kveðju til afmælisbarnanna Guðrún :) Leitt að missa af þessu. Takk enn og aftur fyrir afmælisgjöfina mína, fer að styttast í að ég kaupi flautuna :) Vonandi eftir fyrsta launaseðilinn minn ef þessi vinnumál ganga upp :)
Guðný Jóns (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 18:34
úffh... djöööfussins pöddur alltaf! en hey geggjað að þú farir nú kannski loksins að fá vinnu:P hlakka til að heyra hvernig þér gengur;)
miss you;*
Salbjörg (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 17:37
hey já hvenær komiði annars til landsins... þarf að plana suðurferð þá;*
Salbjörg (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 17:38
Við komum 8 júlí og verðum í 3 vikur. Ekki alveg planað hvenær við komum norður, en við gerum það auðvitað pottþétt :)
Guðný Jóns (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 17:49
En gaman að heyra að rofa sé til í atvinnumálum mín kæra. Enda annað bara út í hött þegar þú ert annars vegar. Þau eru sko heppin að fá þig í þeirra hóp Guðný mín! Hlakka til að heyra meira af þessum málum!
Risaknús á þig elskan!..og að sjálfsögðu á Reyni líka!
kv.Linda
Linda (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 00:30
Hæhæ
Gott að það er farið að líta betur út fyrir þig vinnulega séð enda hundleiðinlegt að hanga svona alla daga. Eitthvað skrítnir þessir ameríkanar að vera ekki löngu búnir að grípa þig í vinnu Skil þig vel með bitin, virðist ekki geta farið í hesthúsið þessa daganna án þess að koma heim með 1 eða 2 bit, mjög pirrandi... hlakka mjög til að fá þig heim og Reyni líka (en samt meira þig )
Agnes (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 10:01
Spennandi að heyra að vinnumálin gangi vel Guðný mín. Það eru sannkallaðir lukkunar pamfílar sem ná að næla í þig í vinnu.
Gangi ykkur allt í haginn, bestu kveðjur Mæja
Harpa María Pedersen (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.