Veikindi á Clairemont ave

Hlaut að koma að því að maður fengi flensu í útlöndum. Við erum búin að sleppa alveg fram af þessu, hitastigið hérna hentar okkur vel. En Reynir var búin að vera meira og minna slappur eftir að við komum frá Morocco, en samt kannski ekki nógu slappur til að vera heima, leiðinlegasta veikin for sure!! Var svo svona nokkuð hress meðan Freyr var en samt aldrei með fulla orku. Svo fór þetta því miður yfir til mín og Freys, við sem héldum að við værum sloppin. Freyr var nú bara smá slappur í 2 daga en það tók aðeins lengri tíma hjá mér. Alltaf jafn leiðinlegt að vera veikur, hálsbólga, hósti, endalaust slím, höfuðverkur og slappleiki! Svo urðum við eiginlega bara meira veik eftir að Freyr fór, eins og likaminn hafi fundið að maður hefði loks tíma til að slaka á og þá væri best að taka þetta með trompi!!

En við erum nú öll að skriða saman, Reynir fór í vinnuna í dag og ég er miklu hressari. Enda þurfum við líka að vera úber hress á morgun því við erum að halda okkar stærsta matarboð til þessa :) Deildin hans Reynis er búin að vera að standa sig svo þvílíkt vel, náð öllum markmiðum sem Reynir hefur sett þeim, svo hann ætlar að bjóða þeim í mat til okkar til að verðlauna þau :)  Erum að spá í að kaupa grill á svalirnar okkar og grilla gott nautakjöt fyrir fólkið. Með kartöflum, maís, salati og heitri rjóma-pipar-sveppa sósu mmmm..... Bandaríkjamenn eru lítið fyrir sósu með kjöti, einstaklega skrítið! Kemur alltaf bara eintómt kjöt og engin sósa! Ekiki alveg að virka fyrir sósufólkið á Íslandi!

Nóg í bili

Góða helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Vonandi gekk grillveislan vel og gott að þið eruð að hressast .

Knús :)

Kristbjörg Þórisdóttir, 17.5.2008 kl. 22:56

2 identicon

vonum að ykkur líði betur. við vorum að spá í því hvort það væri von á giftingu á clairmont ave ?

kv.mamma og afi

mamma og afi (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný og Reynir
Guðný og Reynir
Guðný og Reynir í Atlanta

Nýjustu myndir

  • 100_7882
  • 100_7862
  • 100_7902
  • 100_7873
  • 100_7886

Spurt er

Tekur þú skoðanakannanir á netinu?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband