Komin heim frá Morocco

Þá erum við komin aftur til Atlanta frá Marakech í Morocco.

Ferðin var í alla staði alveg frábær, soltið stutt ferð fyrir svona langt ferðalag - en algjörlega þess virði.  Flugum fyrst til London í 9 tíma, stoppuðum þar svo í 6 tíma - náðum aðeins að kíkja niður í bæ, svo var 4 tíma flug frá London.

Við vorum á 5 stjörnu hóteli - þvílíkt flott og fansy. Allir töluðu vísu nánast bara frönsku og allt var á frönsku, eins og matseðlarnir - smá erfitt að skilja en það bjargaðist nú allt. Guðný fékk mikði að flassbökkum frá Indlandi, margt svipað þótt að þetta hafi alls ekki verið eins. En fólksfjöldinn, brjáluð umferð, lyktin, búðirnar og markaðirnir og að prútta fyrir alla hluti var svipað og í Inlandi. Við eyddum mestum okkar tíma okkar á hótelinu, þar í kring og í súkinu-markaðurinn niður í bæ.  Hótelið var þvílíkt flott með flottum veitingarstöðum, börum og sundlaug.  Miðbærinn var æðislegur, þröngar götur eins og í Feneyjum - þannig var markaðurinn byggður upp - algjört völundarhús. Allstaðar litlar búðir með mikið af þvílíkt flottum hlutum. Við keyptum okkur 2 handgerðar skálar, mjög flottar, verðið byrjaði í 650 dermum (held að peningurinn heiti það) en fengum þær á 200.

Laugardagskvöldið var svo algjört æði - þá var sjálf árshátíðin, aðal kvöldið.  Þá keyrðum við aðeins fyrir utan bæjinn og fórum og risa úti veitingarhús - svona risa tjald. Fullt á fólki tók á móti okkur í allskyns þjóðarbúningum, spilandi á hljóðfæri og dansandi. Þarna voru bæði menn á hestum og cameldýrum og fullt af gaurum að spila snáka uppúr kössum!!   Svo fengum við þvílíkt góða 3 rétta máltið - týbýskur Maracoskur matur, mmm...  Svo var nátla opin bar fram eftir kvöldum og mikið djamm eins og CCP fólki sæmir.

Sunnudagurnn var svo alveg frábær. Við leigðum okkur bílstjóra 4 pör saman og fórum lengst upp í fjöll. Þar réðum við okkur leiðsögumann sem labbaði með okkur út um allt.  Sáum 4 fallega fossa og þurftum að klifra upp þvílíkt háa kletta. Guðný var næstum búin að snúa við vegna lofthræðslu, en þetta var aðeins meira klettaklifur en við áttum von á.  Svo sáum við lítið afskekkt þorp í fjallinu, þar bjuggu aðeins 300 manns og allt frekar gamaldags.

Í heildina - algjörlega frábær ferð. Gaman líka að hitta íslendingana og kynnast Atlanta fólkinu betur

Reyni að setja inn myndir eins fljótt og ég get, netið okkar er bara ennþá bilað... ég sit bara á netkaffihúsi núna

Blessi í bili

Guðný og Reynir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Velkomin aftur "heim".

Rosalega er þetta flott hjá ykkur hvað þið eruð dugleg að gera skemmtilega hluti. Vá maður bara dáist að ykkur. Það er nú alltaf gaman í kringum hana Guðný mína það mun aldrei klikka !!!

KNÚS

Kristbjörg Þórisdóttir, 30.4.2008 kl. 19:00

2 identicon

Guðný. Ég var að lesa færsluna varðandi iðnaðamennina. og svo varðandi suðurríkjahreiminn.

Vill nokkuð svo til að einhver þeirra hafi verið í köflóttri skyrtu?? *yfirlið*

Ertu buin að gleyma minni áráttu varðandi iðnaðamenn???

Byrjuð að svitna...

Eru þeir farnir eða get ég pantað flug? 

Ríkey Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 20:07

3 identicon

heheh Ríkey ö taktu bara flugið sem fyrst, áður en þeir hætta að vinna í húsinu!!

Guðný (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 20:43

4 identicon

Skal gert!!

Ríkey Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný og Reynir
Guðný og Reynir
Guðný og Reynir í Atlanta

Nýjustu myndir

  • 100_7882
  • 100_7862
  • 100_7902
  • 100_7873
  • 100_7886

Spurt er

Tekur þú skoðanakannanir á netinu?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband