Blíða í Atlanta

Veðrið hér verður betra og betra með hverjum deginum. Fer að lýða að því að við þurfum að fara að kæla litlu sætu íbúðina okkar. Fyrst þegar við fluttum inn var alltaf um 66-68 gráður og við hituðum alltaf upp í 70. Síðustu daga erum við bara búin að hafa slögt á apparatinu og hitinn t.d. núna er 76, sem er farið  að verða soltið heitt, ætli það sé ekki um c.a. 25 gráður - kann ekki alveg að reikna þetta!  Það er yndislegt að sitja út á svölum og sóla sig, verst bara að það eru búnir að vera iðnaðrmenn að mála að utan svo lengi - búnir að vera í held ég 3 vikur núna. Þannig að Guðnýju er ekkert alltof vel við að flatmaga út á svölunum hjá öllum þessum köllum.

Annars gegnur allt bara sitt vanagang hér hjá okkur. Reynir er aðeins búin að vera að kenna Guðnýju á tölvuleiki!! Fann einn leik sem mér finnst bara ansi gaman að.... best ekkert að skrifa samt ekkert of mikið um það, ehhehe  Vil ekkert viðurkenna of mikin nördarskap!

Á morgun eru svo "april-olimpiks" í vinnunni hans Reynis, allskyns keppnir í Rock star, billjard, foosboll og fleira. Reynir er í skemmtinefnd og á að stjórna rockstar leiknum. Öll lið spila sama lagið og stigin eru fiftí fiftí hvað maður nær miklum stigum og hvað hinir klappa mikið fyrir manni ef maður sýnir mikla takta :)  Þetta verður örugglega svaka stuð.

Annars er nóg að gera framundan - afmælið mitt og Marracco :) Við Reynir ætlum sennilega að gera bara eitthvað kósý 2 á afmælisdaginn minn og svo ætla ég að halda partý á föstudeginum. Tími til komin að vígja Clairemont AVE á partýkvarðanum!!

En góða helgi allir nær og fjær

Guðný


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Góða helgi elskan .

Bið að heilsa Reyni.

Kristbjörg Þórisdóttir, 11.4.2008 kl. 22:02

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Á hvaða mail á ég að senda þér bumbumyndir kæra systir ?

Smári Jökull Jónsson, 13.4.2008 kl. 16:24

3 identicon

Halló Guðný og þú kærastinn Reynir sem ég hef aldrei séð en líst mjög vel á m.v. myndirnar.

Það er mjög gaman að fylgjast með blogginu ykkar, hafið það sem allra best í góða veðrinu og innlega til hamingju með afmælið þitt Guðný mín þann 16. apríl.

Kveðja Sigga Dóra frænka í Saurbæ

Sigríður H. Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 21:57

4 identicon

Smári - best að senda á gudnyjons@gmail.com

Takk fyrir kveðjuna Sigga frænka - gaman að heyra frá þér :)

Guðný Jóns (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 18:01

5 identicon

Jæja ástin mín njóttu síðasta dagsins þín sem 25 ára pía!!!

hugs and kisses.......xxxx

Erlan þín eina sanna.... (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 12:50

6 identicon

Til hamingju með ammælið á íslenskum tíma ;)

Erlan þín eina sanna enn og aftur (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 02:00

7 identicon

Til hamingju með afmælið elsku Guðný mín.

Hafðu það sem allra best á afmælisdaginn og góða skemmtun í partýinu á föstudaginn.

Kossar og knús Mæja

Harpa María Pedersen (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 11:09

8 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Til hamingju með afmælið kæra systir

Smári Jökull Jónsson, 16.4.2008 kl. 13:16

9 identicon

hæ elskurnar.

til hamingju með afmælið guðný mín. hvernig gengur flautusjóðurinn ? ég legg $ 100 inn á reyni sem á að vera afmælisgjöf í flautusjóðinn ;-) kv.mamma

mamma (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 15:05

10 identicon

Til hamingju með afmælið  Rosalega lýst mér vel á þennan flautusjóð, þú verður að halda þér í formi fyrir Bad Orb

Magga sax (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 20:04

11 identicon

Til hamingju með afmælið :)

Hallgrímur Eymundsson (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 20:44

12 identicon

Til hamingju með afmælið Guðný mín....ekkert bólar á prinsinum hérna megin. Vonandi áttirðu yndislega dag elskan!

knús Linda 

Linda (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 22:49

13 identicon

hæhæ skvís

 til hamingju með afmælið í gær  ég gleymdi því ekki, gleymdi bara að óska þér til hamingju... vona að þú hafir átt góðan dag... vona að þú sért ánægð með gjöfin frá okkur erlu

knús og kossar

agnes (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 11:36

14 identicon

Til hamingju með afmælið í gær skvís! tek undir með Möggu, það þýðir ekkert að vera úr formi í Bad Orb :P

Álfheiður (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 16:38

15 Smámynd: Guðný og Reynir

Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar :)  Ekkert smá gaman að fá svona margar! Afmælisdagurinn var æðislegur - dekur dekur og aftur dekur frá mínum elskulega Reyni!

Guðný og Reynir, 17.4.2008 kl. 18:33

16 identicon

Til lukku með daginn í gær :)

Sigrún S. (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 19:53

17 identicon

Sindri Snær var hjá okkur á sunnudaginn. alltaf að stækka gaurinn, labbar um allt og tætir ;-) Pabbi hlýtur að senda ykkur myndir fljótlega. gaman að fylgjast með ykkur.

kveðjur mamma

mamma (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 09:46

18 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Innilegar hamingjuóskir með afmælisdaginn elsku besta Guðný mín.

Gaman að sjá að Reynir hafi dekrað við sína og þú hafir notið dagsins.

Kær kveðja hinum megin hafsins

Kristbjörg Þórisdóttir, 19.4.2008 kl. 12:11

19 identicon

Til hamingu með daginn....um daginn!!  Er stundum svolítið langt á eftir eins og sést, en seint koma sumar afmæliskveðjur en koma þó

Hafðu það gott

Kv. Arnþrúður Eik

Arnþrúður Eik (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 23:15

20 identicon

Hæ Guðný :) Ég mundi eftir afmælinu þinu daginn áður en þú áttir afmæli..því ég man alltaf þegar þu sagðir mér að ef þú hefðir fæðst 15. þá hefðiru verið skírð Vigdís... i höfuðið á Vigdísi Finnboga því hun a afmæli þá.....

Vá löng saga hja mér.. hehe.. allavega TIL HAMINGJU með AFmælið um daginn :D

Knús og kossar,

Harpa Flóvents

Harpa Flóvents (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 01:37

21 identicon

hæ langaði líka að óska þér til hamingju með daginn þó að ég sé "pínu" sein :) en ég meina ég kem alltaf of seint svo að annað væri bara ruglingslegt.  en sjitt hvað þú ert engin Vigdís :)

ólöf kópaskerspía (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 22:34

22 identicon

hææ systa mín;* hvernig var svo úti að borða og svona?;P og ég skal sko bara segja þér það að það er sko búið að vera geggjað heitt hér líka sko! ég er búin að búa útá svölum í frítíma og alltaf með opið út... svo hættu barað monta þig!:D

hehe lov jú

sakna þíííín!;*

kv.Systa bitra:P

Salbjörg (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 21:28

23 identicon

Bank bank... er einhver heima?

Magga sax (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný og Reynir
Guðný og Reynir
Guðný og Reynir í Atlanta

Nýjustu myndir

  • 100_7882
  • 100_7862
  • 100_7902
  • 100_7873
  • 100_7886

Spurt er

Tekur þú skoðanakannanir á netinu?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband