3.4.2008 | 18:26
Góður kvöldmatur
Í gær elduðum við nánast íslenskar pylsur, eða pulsur eins og Reynir vill bera það fram.....
Ella var nefnilega svo góð að færa Guðnýju steiktan lauk frá Íslandi :) En við höfum ekki enn séð hann hér í Amríku. Svo kom hún einnig með Nóa páskaegg og lagkkrís :)
En við náðum að finna ótrúlega líkar pylsur og sósu sem minnir töluvert á remúlaði, hvít smá krydduð en mjög góð. Þannig að þetta smakkaðist ótrúlega líkt íslensku pylsunum mmmmm.... Vísu voru pylsubrauðin þvílíkt stór eins og allt hérna og pylsan ótrúlega lítil miðað við brauðið!
En þetta var snildar máltíð. Verð nú að segja samt að ég hlakka mikð til að fá ss pylsur!! En já við erum einmitt búin að pannta flug til Íslands í sumar - til að koma í brúðkaupið hjá Erlu og Hlyn. Komum 8 júlí og verðum í 3 vikur :) Veii
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hlakka til að sjá ykkur en annars þurfum við að fara að spá í gæsun... finna upp á einhverju sniðugu
agnes björk (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 21:20
Sælt veri fólkið og kærar þakkir fyrir afmæliskveðjuna um daginn.
Við vorum á Kanarí í rúmar tvær vikur í kringum páskana og höfðum það mjög gott.
Það er frábært að sjá hvað allt gengur vel í USA og hamingjan greinilega að blómstra hjá ykkur.
Hafið það ætíð sem allra best, knús Mæja
Harpa María Pedersen (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 23:15
Vei vei vei, ég vissi ekki að þið yrðuð svona lengi ! :-) Verður gaman að sjá framan í ykkur, hefði verið gaman ef þið hefðuð náð ættarmótinu en það verður að hafa það.
B.k. Smári, Sigrún og litli kall í bumbunni
Smári Jökull Jónsson, 5.4.2008 kl. 00:33
Já góðir hálsar þakkið mér að þið fáið að sjá Guðnýju í sumar.....
Sakna þín sæta..... knús frá Erlu í BA stessi dauðans....
Erla Guðrún (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 19:05
Kannski næ ég eitthvað að hitta á þig því ég kem eitthvað í byrjun ágúst, vona það amk.
Risaknús frá Danaveldi!
Kristbjörg Þórisdóttir, 8.4.2008 kl. 18:54
Ég er skrefi nær markmiði okkar systir, að hirða formannsstól í Kennarasambandinu og Þroskaþjálfafélaginu - er búinn að sitja aðalfund KÍ í allan dag og er algjörlega að leggja grunnvinnuna, er viss um að allir munu kjósa mig á næsta fundi eftir 3 ár ! En anyways, ég er á leiðinni að skanna inn sónarmyndir og bumbumyndir til að senda á ykkur
Smári Jökull Jónsson, 11.4.2008 kl. 01:00
Ertu búin að panta flug til Bad Orb????? Ég neita að fara nema þú komir líka þe er ef mér verður á annað borð hleypt til Bad Orb og einhver vill selja mér gistingu
Magga sax (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.