Úbs gleymum að blogga!

Allt gott að frétta af okkur

Síðast vika gekk sinn vanagang. Veðrið farið að hlýna og allt farið að blómstra, samt kaldir dagar inn á milli. Póker og fótboltakvöld ganga vel, seinasti fótboltaleikur fór 8-2 fyrir okkur :) Sem var mjög gaman, því við vorum ekki búin að vinna leik síðan ég byrjaði að spila með þeim.

Það var grillveisla hjá CCP á síðasta föstudag, alltaf jafn mikið fjör þar. Tók nokkra amríkana í smá leik- ávaxtaleikinn þar sem ekki má opna muninn né brosa!! Vakti mikla lukku!

Um kvöldmataleitið á laugardaginn komu svo foreldrar Reynis og systir hans í heimsókn og þau stopuuðu fram á þriðjudagsmorgun.

Guðrún og Reynir Gurún búin að klippa sig stutt og nú eru þau alveg eins!!

Veðrið lék ekki alveg við okkur þessa daga sem þau voru í heimsókn en við gerðum bara gott úr því.Röltum um miðbæjinn okkar og sýndum þeim helstu staðina. Fórum gott út að borða, sýndum þeim vinnuna hans Reynis, fórum í moll og fleira. Svo gáfu Siggi og Guðrún okkur langflottustu innbúsgjöfina!! Fengum rauða KitchenAid!!!! Ohh mig er búin að dreyma um svoleiðis í mörg ár - enda tekur hún sig ekkert smá vel á eldhúsbekknum SmileSmile  Takk æðislega fyrir okkur!!

Reynir og Ella systir hans í miðbæ Decatur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rauð Kitchen Aid! það er sko einmitt líka það sem mig dreymir um :) öfunda þig ekkert smá núna ;)

Álfheiður (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 19:40

2 identicon

finn fyrir mér bökunarlyktina, endalaust bakað  með kitcenaid ,-).rosalega var gaman að koma til  ykkar, móttökurnar frábærar og íbúðin glæsileg.

takk fyrir mig.kveðja

mamma

mamma (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný og Reynir
Guðný og Reynir
Guðný og Reynir í Atlanta

Nýjustu myndir

  • 100_7882
  • 100_7862
  • 100_7902
  • 100_7873
  • 100_7886

Spurt er

Tekur þú skoðanakannanir á netinu?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband