18.3.2008 | 20:06
Saint Patricks day
í gær var Saint Patricks day, dagur fyrir Írana. Þetta er ekki venjuleguar frídagur hér í Bandaríkjunum, en þeir gefa alltaf frí í vinnunni hans Reynir - svo allir geti farið og drukkið bjór allan daginn :) Pöbbin opnaði klukkan 12 um hádegi og þá voru allir mættir. Þetta var þvílíkt stuð, sungið og drukkið fram eftir degi.
Við mættum auðvitað græn í tilefni dagsins.
Annars er allt gott að frétta af okkur, fórum í Ikea á laugardaginn og fundum loksins skrifborð, skrifboðrstól og borð undir sjónvarpið, tók reyndar allan sunnudaginn að setja þetta allt saman.....
Á laugardagskvöldinu var svo póker heima hjá Mice og Evu, að þessu sinni tók Reynir völdin og vann 150 dollara meðan Guðný tapaði 80 dollurum.... keypti sig þrisvar sinnu inn en ekkert gekk!
Annars er að koma vor hér, farið að vera ansi heitt á daginn. Samt breytist verðið svo hratt hérna, á laugardaginn var verið að vara við stormi þegar við vorum í bílnum. Við fórum nú bara að hlægja og sáum ekki að það gæti verið eitthvað að þessu. Tíu mínútum senna kom þessi þvílíka rigning og svo duttu risastór haggél niður!! Stóð nú reyndar bara yfir í cirka 10 mín. en það rigndi það mikið að það mynduðust lækir á götunum! Á föstudagskvöldið voru þrumur og eldingar allt kvöldið, hef aldrei séð annað eins, stóð bara út á svölum og fylgdist með- þvílíkt flott.
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
gaman að skoða myndirnar og greinilegt að lífið leikur alveg við ykkur þarna úti.
páskaknús
Linda og bumbi- sem er væntanlegur eftir tæplega mánuð
Linda (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 00:47
Græni liturinn fer ykkur hjúum rosa vel!
Þið eruð greinilega í rétta flokknum ha ha!!!
Knús úr Danaveldi.
Kristbjörg Þórisdóttir, 27.3.2008 kl. 15:37
Heyrðu með pókerinn...
spurning að vera að birta þetta svona á opinberri vefsíðu þar sem fólk hefur nú verið að lenda illa í því heima fyrir að spila póker þar sem það er lögbrot!
Humm...
Kidda.
Kristbjörg Þórisdóttir, 27.3.2008 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.