Nóg að gera

Þessa vikuna eru 3 iðnaðarmenn búnir að vera hjá okkur. Það er verið að endursmíða svalirnar, en þær voru að rotna í sundur! Einnig er verið að mála loftið í stofunni, því það var einhver leki, sem búið er að laga. Iðnaðarmennirnir eru 3, einn eldri sem stjórnar og 2 voða sætir strákar með honum! Þessi eldri er fyrsti maðurinn sem ég hitti hérna sem er með svo mikinn suðurríkjahreim að það er mjög erfitt að skilja hann, ég kinka bara kolli þegar ég næ ekki öllu :)

Annars erum við Reynir dugleg að hafa eitthvað fyrir stafni hérna í þessari stóru og skemmilegu borg. Reynir er komin í spilaklúbb niður í vinnu þar sem hann spilar á þriðjudagskvöldum og annan hvern miðvikudag. Svo erum við saman í pókerklúbb annan hvern fimmtudag. Við erum búin að spila tvisvar, Guðný búin að vinna 2 leiki og Reynir búin að vinna 3 leiki, af 6 leikjum - nokkuð gott!! Það kostar 10 dollara að vera með og yfirleitt um 10 spilarar þannig að við erum búin að græða fínt so far. Guðný er svo búin að spila fótbolta síðustu 2 þriðjudaga. Þetta er svona utandeildarlið, þar sem eru 7 í liði og verða alltaf að vera 3 stelpur inn á. Þegar stelpa skorar eru það 2 mörk :) Vísu finnst Guðnýju þetta smá erfitt því það má ekkert tudda, né renna sér né neitt svoleiðis. Tók samt nokkrar sénsa í gær og fékk ekkert á mig!! Held að strákarnir hafi verið smá hræddir þegar ég hljóp í þá, enda kostaði þetta ansi marga marbletti... vel köflótt núna!!

Að vinnumálum er allt gott að frétta, 2 sambýli búin að hafa samband :) og ég fer í viðtal hjá þeim báðum og sé hvað er best. Þarf sennilega eitthvað að vinna á kvöldin til að byrja með, en það er gaman að því líka.

Annars eru töluverð frí framundan, næsta mánudag er Saint Patricks day svo þá er frí, hérna fáum við svo frí á föstudaginn langa, en ekki meira í kringum páskana. Við Reynir erum að spá í að skella okkur í eitthvað ferðlag um páskana, fara á fimmtudegi og koma aftur á sunnudagskvöldi. Erum samt ekki búin að skoða  neitt hvert ferðinni verður heitið.

Einnig styttist í Marakó ferðinna okkar. CCP árshátíðin verður haldin þar, við förum 23 apríl og erum orðin mjög mjög spennt. Við fljúgum fyrst til London, lendum um hádegi, getum svo aðeins labbað um í London og eigum svo flug um kvöldmatarleitið held ég. Heimferð er svo 29 apríl.

Einnig er fullt að fólki að koma í heimsókn :) Fyrst foreldrar Reynis og systir hans. Svo ætlar Freyr bróðis Reynis að koma 30 apríl, þegar við verðum örugglega algjörlega dauð eftir flugið frá Marakó!!

Þannig að allir hinir- takið þetta ykkur að fordæmi og komið í heimsókn til Atlanta :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er á planinu að koma í heimsókn... söfnun stendur yfir  djö... hvað ég öfunda þig á því að vera fara til Marakkó, mest spennandi á planinu hjá mér er að reyna að fara í helgarferð þegar prófin eru búin og áður en maður byrjar að þræla í sumarvinnunni  og það verður bara London, Köben eða Osló

agnes (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 22:53

2 identicon

Já gleymdi að segja þér að ég hitti gaur sem vinnur í CCP um daginn og frétti því af þessari frægu Marakkó ferð í óspurðum fréttum ;) Ekki mikið verið að segja manni frá því..... annar munu utanlandsferðirnar enda í þremur hjá mér á þessu ári ;) verið að spá í Barcelona í sept og svo auðvitað the wedding ferð til Rhodos!!!

Já og mundu að segja að þú þurfir frí fyrir brúðkaupið mitt þegar þú færð vinnu!! Tryllist ef þú kemst ekki... segðu að þú sért að fara í brúðkaup til bestu vinkonu þinnar og að þú sért "the maid of honor" þeir bráðna alveg við það þessir kanar og gefa þér skilyrðislaust frí!!!

Luv. Erls

Erla (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný og Reynir
Guðný og Reynir
Guðný og Reynir í Atlanta

Nýjustu myndir

  • 100_7882
  • 100_7862
  • 100_7902
  • 100_7873
  • 100_7886

Spurt er

Tekur þú skoðanakannanir á netinu?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband