Frábær dagur

Hoppaði hæð mína þegar ég kíkti í póstkassann í dag!! Ég er loksins komin með bandaríska kennitölu sem ég er búin að bíða eftir í 4 vikur! Núna má ég vinna, fá laun, opna bankareikning, taka bílprófið og já allt bara!! Nú getur allt farið á fullt. Er byrjuð að lesa undir bílprófið, aðeins öðruvísi reglur hérna og skillti. En stefni að taka það á föstudaginn :)  Nú fara líka atvinnuviðtölin vonandi á fullt, því margir hérna vilja ekkert fá mann í viðtal né lesa umsóknina manns ef maður er ekki komin með kennitölu.

                                                      happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Hey frábært ! Vonandi að þetta smelli allt með vinnuna núna

Smári Jökull Jónsson, 5.3.2008 kl. 19:47

2 identicon

Til hamingju með það!!!! Allt bara komið á full swing. Hérna er allt á fullu líka, komin með vinnu fyrir sumarið og svo líður að afmælisfagnaðinum sem þú missir af í þetta skiptið. Heitasta partýið í bænum, matur, áfengi og mikið hlegið. Munum samt sakna þín,verður örugglega pínu skrítið að halda partý og hafa þig ekki með.

Knús og kossar úr Gettóinu

Agnes (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 21:38

3 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Hæ sæta!

Gaman að fylgjast með .

Heyrðu elskan ÞÚSUND ÞAKKIR fyrir skóna þeir eru BARA ÆÐI. Hefði ekki valið betri skó sjálf þú ert algjör snillingur. Þeir eru báðir rosalega þægilegir og rosalega flottir og SMELLPASSA. Get bara ekki þakkað þér nóg... nú fer ég að verða eins og konan sem átti 365 kjóla nema það eru skór ha ha! Ég sem er alltaf í stökustu vandræðum að finna mér skó á núna bara heilan helling og ýkt ánægð með þetta. Enn og aftur ástarþakkir elsku Guðný mín.

Hafðu það rosa gott.

Knús frá skerinu, þín Kidda.

Kristbjörg Þórisdóttir, 5.3.2008 kl. 22:27

4 identicon

Vúhú..... Til lukku.... en ekki samt verða bikergella.....

Tek undir það með Agnesi að það verður ansi hljótt í boðinu án Guðnýjar..... ;) setjum þig kannski bara á skype og leyfum henni að vera með!!! Já hey cool... ég skal mæta með webcam þannig að Guðný mín þú verður bara með á hinni línunni !!!

Erla (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 11:37

5 identicon

Til hamingju með kennitöluna elsku Guðný mín, nú eru þér allir vegir færir. Gangi ykkur vel í einu og öllu. Kossar og knús Mæja

Harpa María Pedersen (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný og Reynir
Guðný og Reynir
Guðný og Reynir í Atlanta

Nýjustu myndir

  • 100_7882
  • 100_7862
  • 100_7902
  • 100_7873
  • 100_7886

Spurt er

Tekur þú skoðanakannanir á netinu?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband