Helgin

Helgin okkar var alveg frábær

Það var grillveisla í vinnunni hans Reynis á föstudgainn, cirka 100 manns og fullt af Íslendingum sem voru staddir hérna. Fengum góðan mat og svo var partý fram eftir kvöldi. Guðný notaði tækifærið og minglaði við allar konurnar og er sennilega komin í helvíti nettan saumaklúbb :) Er að spá í að bjóða í saumó næsta föstudag, 2 íslenskar stelpur, 1 þýsk og 3 bandarískar.

Laugardagurinn var tekin rólega, fórum í eina flottustu matvöruverlsun sem ég hef sét. Hún heitir Farmes-market og er mað allt það ferskasta beint frá bændunum. Ef maður ætlar að kaupa kjöt, fisk, ávexti og grænmeti þá er þetta staðurinn! Bara indverskt fólk sem vann á kassanum, ég fékk smá flassback þegar þeir byrjuðu að dilla höfðinu "naa naa".  

Við ákveðum svo að gera heimatilbúna pizzu með allt þetta góða hráefnið Þykkt gott lag af allskyns kjöti og gúmmelaði en svo kom botninn... hann var smá skrítin. Málið er að hér eru til svo margar tegundir af hveiti, eitt fyrir brauð, eitt fyrir kökur og þessháttar svo við vissum ekkert hvaða hveiti við áttum að kaupa! Degið varð eins og leir og algjörlega hvítt á litin, höfðum held ég pizzuna inn í ofni í 45 min... en samt var hann svo skrítin. Maður þarf að læra að elda margt upp á nýtt hérna því hráefnin eru svo öðruvísi.

Sunnudagurinn var alveg frábær, fórum fyrst í smá leiðangur að leita að borði undir sjónvarpið, en fundum ekkert. Svo áttuðum við okkur á því að það var 20 stiga hiti úti og sól og þetta væri sko alls ekki dagurinn til að hanga inni í búðum. Þannig að við fórum með 3 öðrum gaurum frá Íslandi í Stonemonten park, sem er í 15 min fjarlægð frá okkur.  Þetta er svona risastór garður sem hægt er að gera allskyns hluti. Ein auðvitað þurftu strákarnir að pína mig og gera það eina í þessum garði sem ég óttaðist! Í Stonemonten er nefnilega stæðsti steinn í heimi og það er hægt að fara með lyftu sem hengur í vírum alveg upp á topp.... mjög hræðilegt en samt auðvitað vel þess virði þegar maður var komin upp og sá útsýnið.

                       stonemonten 2                                         stonemonten


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha! ég hló upphátt þegar að ég las neðst. Hugsa endalaust til ferðarinnar góðu í saklausa Aladdin teppið hér um árið:)

kv. Heiða 

Heiða Salvarsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 18:44

2 Smámynd: Guðný og Reynir

hehe já, þetta var fyrir betur fer ekki jafn hræðilegt og það!!

Guðný og Reynir, 3.3.2008 kl. 19:07

3 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Ég þarf að draga þig með í fallturninn í Tivoli í Köben, það er alltaf jafn gaman og sérstaklega ef maður er með einhvern hræddan með sér. Mér tókst nú að draga Sigrúnu með mér í svoleiðis tæki á Costa Del Sol, þannig að það er greinilega allt hægt

Smári Jökull Jónsson, 4.3.2008 kl. 11:14

4 Smámynd: Guðný og Reynir

uuuu nei takk Smári minn, þótt þú hafir mikin sannfæringarkraft, fer ég aldrei í fallturninn- ég hef séð hann....!!

Guðný og Reynir, 4.3.2008 kl. 14:05

5 identicon

HA.. Guðný í fallturninn!! Held að Smári verði aðeins að kynna sér loftrhæðslu Guðnýjar!! Mér finnst þetta nú bara algjör hetjudáð hjá þér Guðný mín og er ógó stolt af þér!!! sérstklega í ljósi þess að ég var stödd í Alladin teppinu góða hér í denn ;)

Erla Guðrún (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný og Reynir
Guðný og Reynir
Guðný og Reynir í Atlanta

Nýjustu myndir

  • 100_7882
  • 100_7862
  • 100_7902
  • 100_7873
  • 100_7886

Spurt er

Tekur þú skoðanakannanir á netinu?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband