26.2.2008 | 00:18
Hvað er að frétta
Allt gott að frétt af okkur
Ekkert nýtt svo sem, Guðný ennþá á fullu í atvinnuleit, komin með fullt af spennandi tilboðum, en er ekki búin að ákveða sig. Það er svo margt sem er allt öðruvísi hérna. Mér var til dæmis boðin vinna á einu mjög spennandi sambýli, ekki svo langt frá, en svo kom það í ljós að á þessu sambýli er ekki vaktavinna heldur býr maður á sambýlinu!! Ég mydni sem sagt mæta í vinnuna klukkan 18 á sunnudegi og ekki vera búin fyrr en klukkan 06 á föstudegi!! Ég var nú að flytja til Atlanta meðal annars til að vera með kærastanum mínum, heheh ekkki alveg að vera frá honum í 5 nætur í hverri viku!! Einnig er ég búið að boða mig í 2 önnur spennandi atvinnuviðtöl, en þar get ég ekki byrjað fyrr en ég er komin með bandaríska kennitölu... sem ég er búin að sækja um en ekki enn komin, kemur samt örugglega í þessari viku eða snemma í þerri næstu.
En þannig er það nú hér í Amríkunni, margt öðruvísi og aðalega soltið gamaldags og allt pappírsdót tekur endalaust langan tíma. Við þurfum til dæmis alltaf að senda ávísun í pósti til að borga leiguna okkar!! Það er eins og þeir viti ekki hvað greiðsluþjónusta og heimabanki er!
Annars var helgin fín, fórum í grill til íslenskra hjóna sem búa hérna á fösudaginn. Á laugardaginn komu svo 2 nýjir íslenskir strákar hingað sem vinna með Reyni og við fórum nokkur og sýndum þeim næturlífið á laugardagskvöldið. Strákur sem er að vinna með Reyni hér úti var DJ á einum stað niður í bæ og vorum við þar allt kvöldið að dansa, Guðný dansaði reyndar alltof mikikð eiginlega, því hún getur varla labbað í dag vegna alltof mikilla strengja í lærunum!!
Mann ekki meira sniðugt í bili
Kv. GJ
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
..já það gengi nú örugglega vel hjá SSR að ráða fólk ef það þyrfti að flytja á sambýlin...mjög spes fyrirkomulag og skil vel að það sé ekki alveg það sem þig dreymir um.
En þetta verður ekkert mál hjá þér og bara að bíða róleg eftir "draumajobbinu". knús elskan/elskurnar
Linda
Linda (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 11:06
Þú færð draumavinnuna áður en þú veist af!!!
Sit hér á kalda Íslandi og það er massa hríð úti!! Arg og garg getið þið ekki komið á einkaflugvélinni og náð í mig!!!
Annars ekkert nema veikindi og kuldi og þessu skítaskeri ;)
Miss ya....
Erla Perla (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 11:00
Þú verður komin í eitthvað spennandi verkefni áður en veist af Guðný mín. Njóttu þess að vera í fríi þangað til. Gangi ykkur allt í haginn, bestu kveðjur Mæja.
Harpa María Pedersen (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.