21.2.2008 | 19:43
Eldhúsborðið komið
Nú er litla íbúðin okkar að vera algjörlega perfekt!!
Eldhúsborðið kom í dag og passar mjög vel inn
Annars er allt gott að frétta af okkur. Nóg að gera hjá Reyni í vinnunni og Guðný er á fullu að leita sér að vinnu og fegra heimilið. Erum búin að elda nokkrar góðar máltíðir í nýja eldhúsinu en erum líka dugleg að kynna okkur veitingarstaðina í nágrenninu. Fórum til dæmis á rosalega góðan mexíkanskann stað í gær sem er í 5 mín. labbfæri. Guðný er farin að keyra aðeins, var frekar nervus að keyra í allri þessari umferð, en henni gengur bara ágætlega.
Annars stóðum við lengi út á svölum í gær að fylgjast með tunglmyrkvanum, þvílíkt flott. Reyndum að ná góðum myndum en það var ekki alveg að takast....
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æðislegt borðið!!! Reynir er sannarlega smekkmaður ;)
Erla Guðrún (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 19:45
Takk Erla! Ég er það nefnilega. Guðný hjálpaði samt eitthvað smá til líka. Þetta var ekki bara ég. Ég samt valdi Guðný sem hjálpaði til að velja húsgögn svo það má eiginlega segja að þetta sé allt Ég.
Ég tók þessar glötuðu myndir af tunglinu... Það sést ekkert að þetta sé tungl :(
Reynir Ari (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 20:52
Mmm!! Ég kem klárlega með ykkur í mexíkanskan mat, jafnvel take away, af því að það er svo amrískt, og nýt hans við þetta verklega eldhúsborð!
Knús á "naglbítinn" ;)
Ríkey Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 23:29
það er náttúrulega algjört lágmark að blogga OFTAR um spennandi hluti frá Ameríkunni (mér fyndist til dæmis ofsalega spennó að vita hvar Guðný stendur í bjórdrykkjunni á þarna barnum sem hún ætlaði að smakka á öllum tegundum). En..já..aftur að aðalmálinu..blogga oftar fyrir "heimavinnandi" óléttar vinkonur!
Knús á ykkur
Linda og bumbi
Linda (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.