Helgin

Helgin var alveg frábær, en alltof stutt að liða eins og alltaf.

Við vorum í rólegheitunum á föstudagskvöldið, en fórum svo að versla á laugardaginn, held að við getum loksins farið að slaka á í kaupæðinu, erum komið svona með það flesta. En við keyptum sem sagt þvílíkt flott stell - diska, skálar og bolla og svo hnífapör. Úrvalið var auðvitað alltof mikið hérna, eins og í öllu þannig að við enduðumá því að kaupa 12 mannasett og blönduðum 4 litum saman, þrennt af hverjum lit sem sagt. Einnig áttum við erfitt með að velja á milli hringlótta diska og ferkantaðara, svo við enduðum í hriglóttum matadiskum og ferkönntuðum kökudiskum!!

Nýja stellið okkur

Svo kíktum við á alvöru djamm um kvöldið. Fórum sem sagti niður í down town Atlanta, en það tekur sirka 10 mín. að keyra þangað. Við  vorum 3 íslendingar saman og skemmtum okkur þvílíkt vel. Vísu eru flestir staðirnir niður í bæ bara opnir til 2 sem okkur smá erfitt - enda vanir djamm-íslendingar. Á einum staðnum kostaði 10 dollara inn fyrir stelpur en 20 fyrir stráka, samt voru helmingi meira af strákum þarna inn, frekar fyndið!!

Svo eru fallegu sófaborðin mín komin, þannig að nú er ég bara að bíða eftir eldhúsborðinu, en það kemur ekki fyrir en næsta fimmtudag, því þeir senda bara hingað til Decatur einu sinni í viku!!

Sófaborðið  Hornborð i stíl

Annars ákvað ég Guðný að hafna mínu síðasta atvinnutilboði.... vona að ég sé ekki að gera stór mistök þar, en ég var ekki að meika að vinna bara 3 klst á dag frá 15-18. Líka miðað við hvað fyrsta viðtalið gekk vel, vona ég bara að það næsta geri það líka.

Bless í bili

Guðný


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

..vá hvað stellið er FLOTT!!!..og bara geggjuð borðin og bara allt...ohhh svo gaman!

 Guðný mín..held þú þurfir ekki að hafa miklar áhyggjur af atvinnumálum..þú ert gullmoli og kaninn sér það nú strax (eins og kom í ljós af fyrsta atvinnuviðtalinu).

 knúss Linda

Linda (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 00:33

2 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Til lykke með þetta allt saman. Það er líka eins gott að hafa flott stell þegar þú ferð að fá svona prinsessur eins og mig í heimsókn hehe.

Já blessuð vertu þú þarft nú ekki að hafa miklar áhyggjur af því að fá vinnu. Það verður slegist um þig .

Kristbjörg Þórisdóttir, 19.2.2008 kl. 16:36

3 identicon

Hæ, hæ skötuhjú.

Mér lýst rosalega vel á þetta allt saman hjá ykkur. Virkilega fallegt heimili sem þið eruð að búa ykkur saman. Gangi ykkur allt í haginn.

Kveðja Mæja

Harpa María Pedersen (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 18:38

4 identicon

Vá hvað þetta lítur allt saman flott! þú verður aldeilis að panta gám þegar þú flytur heim.

Svo færðu pottþétt einhverja geðveika vinnu bráðum, sammála að 15-18 er hálfglataður vinnutíma.

Kveðjur frá túlipönunum:)

Álfheiður (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 19:25

5 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Aldeilis að verða heimilislegt hjá ykkur skötuhjúum !  Þú átt svo pottþétt eftir að fá vinnu, ekkert gaman að vinna frá 15-18 ! En annars er allt gott að frétta hér hjá okkur. Litla krílið stækkar greinilega því það sést alltaf meira og meira á Sigrúnu þannig að það gengur bara allt vel hér hjá okkur ! Bestu kveðjur til ykkar úr Hafnarfirðinum...

Smári Jökull Jónsson, 19.2.2008 kl. 22:18

6 identicon

Jæja skvís og gæj...

 Bara að verða svaka heimilislegt hjá ykkur þarna í USA  hér gengur lífið sinn vanagang, skóliskóliskóli... Ég held að þú eigir nú ekki eftir að vera í vandræðum með að fá vinnu og rétt hjá þér að hafna þessu, þú hefðir misst vitið á því að vinna bara 3 tíma á dag  sendi ykkur knús úr Breiðholtinu

Agnes (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 16:03

7 identicon

Til hamingju með flutningin mín kæra, flott flott. fyrst ég gat ekki drullast að heimsækj þig hinu meginn í bæjinn þá verður maður bara að gera sér ferð út ,, er það ekki Hafið það annars gott og bestast og vertu dugleg að blogga svo ég geti snuðrað um þig :) 

Kristrún Ýr Einarsdóttir (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný og Reynir
Guðný og Reynir
Guðný og Reynir í Atlanta

Nýjustu myndir

  • 100_7882
  • 100_7862
  • 100_7902
  • 100_7873
  • 100_7886

Spurt er

Tekur þú skoðanakannanir á netinu?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband