14.2.2008 | 18:33
Ný húsgögn og atvinnuviðtal
Nú er íbúðin okkar öll að koma til - fullt af nýjum og flottum húsgögnum
Eigum eftir að fá eldhúsborðið og sófaborðið og svo ætlum við að kaupa eitthvað undir sjónvarpið og skrifborð inn í gestaherbergi.
Kæru gestir - svona litur svefnsófinn út :) Svo drífið ykkur í heimsókn
Annars fór Guðný í atvinnuviðtal í morgun og gekk það mjög vel. Þetta er vinna með einhverfum börnum og hún myndi þá vinna sem þerapisti. Taka börnin í 3 klst. í senn í þjálfun og vinna í teymisvinnu með foreldrum og skóla. Ég myndi aðallega fara á heimili barnanna og vinna með þeim þar og kenna foreldrum rétt vinnubrögð. Þetta hjómar mjög spennandi, þarna mun ég læra margt nýtt, þar á meðal ABA hugmyndafræðina sem þau nota. Gallinn við hana er að þetta er ekki full vinna, bara milli 15-18 alla daga og ég þarf að keyra á milli sjálf og þetta yrði nánast alltaf sitthvor fjölskyldan á hverjum degi, væri kannski með 5-6 fjölskyldur í einu. Þannig að ég ætla aðeins að sofa á þessu og skoða aðra möguleika líka.
Svo verð ég að enda þennan pistil með að sína ykkur sætu skóna sem Reynir pantaði fyrir mig á netinu. Ekki hefði ég trúað að maður myndi passa í skó - án þess að máta, en þeir passa alveg perfekt og verða þvílíkt sætir við græn-doppótta kjólinn minn :)
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til lukku með þetta allt saman. Alveg frábært hjá ykkur. Mikið hlakkar mig til að koma í heimsókn til ykkar. Ég held að það sé alveg must!!!
Kristbjörg Þórisdóttir, 14.2.2008 kl. 19:34
Hey já, ég gleymdi að segja að þessi íbúð og innbúið er alveg geggjað. Mikið hlakkar mig til að sjá þetta í eigin persónu. Eins gott að fara að safna í ferðasjóð...
Kristbjörg Þórisdóttir, 14.2.2008 kl. 19:44
Takk fyrir kveðjuna Kidda, hlakka til að fá þig í heimsókn :)
Guðný Jóns (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 20:57
Hrikalega flott hjá ykkur!! ...og geggjaðir skór..EKTA Guðný!!
knús Linda
Linda (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 21:34
Ójá væri til í að brúðkaupið væri á morgun... hehehe.... en er nú byrjuð í ræktinni þannig að það er best að nýta tímann til að tóna sig upp og losa sig við bingó skvappið ;)
Æðislegt innbú..... svo perfekt eins og þig hefur alltaf dreymt um!! nú vantar bara rauðu kitchenaid vélina og mixerinn ;)
Luv luv..... miss ya!!
Erla Perla (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 09:00
Ertu bara flutt til USA? Þá gengur víst lítið að bjóða þér í partý á morgun...
Hvað verðurðu lengi úti?
Kv
Kristín Laufey
Kristín Laufey (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 13:47
Hefði vel verið til í partý á morgun samt!! En já við stefnum á að vera hérna í 2-3 ár, bara eftir því hvað okkur líkar vel
Guðný Jóns (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 21:17
Hæ ! Frábær íbúð og innbú. Hafið það sem allra best. Mun örugglega fylgjast með á síðunni.
Kveðja Rannveig.
Rannveig Berthelsen (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 22:19
hahahahahah! ég gat nú ekki annað en hlegið smá af þessum skóm:)
En glæsileg íbúð... mig langar að koooooma og losna aðeins frá skildum!
Salbjörg (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 11:37
Mér finnst sófinn sérlega "Guðnýjarlegur" :) Fékk húsfreyjan miklu um þetta ráðið? :)
Ríkey Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 13:02
Já mín féll þokkalega fyrir þessum, en erum bæði mjög sátt - vorum eiginlega búin að ákveða rauðan sófa fyrirfram :) Vísu núna er ég komin með algjörlega rautt æði - kaupi allt í rauðu!!
Guðný Jóns (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 19:22
En skemmtilegt. Þetta lítur út fyrir að vera æðisleg íbúð og húsið ekkert smá flott að utan, sérstaklega flottar svalir!
Gangi ykkur vel ;)
Kristín Laufey (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.