Innbú búinn

Sæll lesandi góður. Vonandi hefur þú haft það gott. Af okkur er allt fínt að frétta. Líklegt er að þegar þú lest þetta skjálfir þú úr kulda og að vindurinn sé að berja snjó á gluggann þinn. Gaman er að segja frá því að það er heitt og gott hér og við vorkennum ykkur ekkert.

Erum búin að vera á fullu í allann dag að versla okkur húsgögn. Keyptum heilt innbú á einum degi. Eða því sem næst. Ekki slæmt. Einn og einn hlutur sem enn vantar eins og skrifborð og eitthvað smádót. Og reyndar allt í eldhúsið. Eigum enn bara 2 hnífa og eitt brauðbretti. Húsgögnin verða send í vikunni og munum við pósta myndum þegar allt er tilbúið, líklegast á fimmtudaginn.

Kíktum aðeins út á föstudaginn. Fórum nokkur á pöbb í hverfinu. Kósí pöbb með rosa flott úrval af bjór sem er ágætis tilbreyting við bandarísku léttbjórana sem boðið er uppá á flestum stöðum. Það eru reyndar 2 staðir hérna í göngufæri sem stæra sig af bjórúrvali og á öðrum þeirra færðu nafnið þitt uppá vegg ef þú nærð að drekka þá alla. Guðný ætlar sko að fá nafnið sitt á vegginn. 1 tegund búin, 299 eftir.
Á laugardagskvöldið var svo stelpukvöld hjá Guðnýju og hinum Íslensku stelpunum sem eru hérna. Rósavín, blaður og allt hitt sem konur gera (ég veit ekkert hvað það er). Reynir fór í póker með strákunum. Þar fá sko engar kellingar að koma nálægt! Bjór, vindlar, fjárhættuspil og slagsmál. Ok, engin slagsmál en þetta var mjög macho alltsaman. Reynsi vann að venju og stóð sig hlutfallslega best miðað við höfðatölu.

En, nú ætlum við í bíó. Bæbæ o/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hey...komin með blogg! Gaman að geta fylgst með ykkur :)

Hafið það sem allra best,

knús frá Köben. 

Kolbrún (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 13:37

2 identicon

Það er greinilegt að Reynir er farinn að tröllríða bloggheimum

Knús á ykkur úr kuldanum og vibbanum og já ekki má gleyma ferska loftinu, góða vatninu og þorramatnum!! Sem þið hafið ekki hheheh.... vorkenni ykkur ekki neitt!!!

Erla (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 18:42

3 identicon

hæ skvís og gæj...

ferðasjóðurinn tók stórt stökk í dag, það er svo gaman að fá pening í pósti og hann fer sko beint í ferðasjóðinn...

Guðný mín ég sendi þér stórt knús og marga kossa, vona að þú hafir það gott...

kv agnes

Agnes (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 12:14

4 identicon

Glæsilegt Agnes!! Hlakka til að fá ykkur :)

Guðný Jóns (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný og Reynir
Guðný og Reynir
Guðný og Reynir í Atlanta

Nýjustu myndir

  • 100_7882
  • 100_7862
  • 100_7902
  • 100_7873
  • 100_7886

Spurt er

Tekur þú skoðanakannanir á netinu?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband