7.2.2008 | 23:27
Komin með netið :)
Cable-gæjinn kom loksins í dag og erum við komin með netið og sjónvarpið, cirka 500 stöðvar sem er meira að segja lágmarkið hér í Amríkunni.
Við ákváðum að stofna svona sér Atlanta - blog og ætlum að reyna að vera eins dugleg og við höfum tíma til að setja inn fréttir og myndir.
Annars er lítið að frétta héðan, erum bara enn að koma okkur fyrir í rólegheitunum, íbúðin enn hálf fátækleg hjá okkur. En við njótum þess að sitja á svölunum og fylgjast með öllum íkornunum í trjánum.
Svo erum við líka búin að hafa nóg að gera. Reynir tók Guðnýju með í vikulegan póker í vinnunni á fimmtudaginn og kellan vann bara í fyrsta. Allir vönu karlarnir litu bjánalega út þegar hún hirti af þeim allann peninginn þeirra. Ansi gott!
Svo fluttum við inn á föstudaginn. Eigum ekki mikið dót svo sem. Bara rúm og.... ekkert annað. En það dugar í bili og við förum að versla í búið á næstu vikum og mánuðum.
Svo fórum við í matarboð með vinnufélögum Reynis á laugardaginn heima hjá Mike Tinney og svo var hinn vinsæli Superbowl á sunnudaginn. Það var partí í vinnunni hjá Reyni og liðið okkar, sem við munum ekki alveg hvað heitir, vann! Vúhú!! Það voru keppnir í hálfleik og Guðný vann í að kasta 'fót'bolta lengst í kvennaflokki og Reynir vann nákvæmniskeppnina í karlaflokki. Ekki slæmt miðað við að við höfum enga reynslu í svona undarlega löguðum boltum. Svo var hálfgert happadrætti og Reynir vann 100$ þar. Við vinnum allt sem við komum nálægt!
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Knús á ykkur!! æðisleg íbúðin!!
Pottþétt að maður verði fastagestur hér á þessari síðu ;)
Erla Guðrún (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 00:42
Hæhæ skvís og Reynir...
Til lukku með íbúðina! Við erum strax farnar að sakna þín hér í óveðrinu á Íslandi, þannig að ég er búin að stofna ferðasjóð þannig að ég geti komið í heimsókn til USA. Ég er búin að setja upp svona skype dót í tölvunni minni þannig að við getum talað saman (þurfum náttúrulega að skipuleggja gæsapartýið hennar Erlu ;o))
knús og kossar úr rigningunni
Agnes Björk (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 16:36
"skvís og Reynir". Af hverju er ég ekki 'skvísi' eða 'gæji' eða eitthvað
Þessi Ruslpóstvörn er alltof flókin. Maður þarf að kunna stærðfræði og allt. Þurfti 4 tilraunir til að ná að senda þetta inn....
Reynir (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 17:06
Geturu ekki eitthvað breytt því sæti tölvunörd ! Eða farið á stærðfræðinámskeið! hehhe
Guðný Jóns (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 19:11
Hæhæ frændi og Guðný :=)
´Gott að allt gengur vel hjá ykkur og við höldum áfram að kíkja hingað inn og fylgjast með.
Rosalega flott þessi íbúð sem þið eruð í. Fínt að vita af gistingu ef maður á leið um Atlanta :=) hehehehehehehe
Biðjum að heilsa í bili kveðja Linda, Bjössi og Óðinn Freyr
Linda Margrét (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 20:42
ÆÐISLEG ÍBÚÐ!!!!!!!!!!!!!!! ohhhhhh algjör DRAUMUR!! ohhh bara ekta draumaíbúðin mín..elska svona súlur og flotta glugga! Hlakka til að sjá betri mynd af gestaherberginu þegar annað ykkar er búið með ljósmyndaranámskeið..!
Verið nú alveg rosalega dugleg að blogga um allt sem þið eruð að upplifa og gera!
knússsss Linda og bumbi
Linda (mururima) (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 20:40
Frábær íbúð ! Frábær að heyra að allt gangi vel. Allir í mururima biðja að heilsa.
Kær kveðja Rannveig.
Rannveig Berthelsen (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 10:39
Hæ gæs!
Vá en gaman! :) Vonandi kemst ég í heimsókn í þetta gestaherbergi!
Hafið það gott þarna ;)
KV. Ríkey "sleggja".
Ríkey (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.