Færsluflokkur: Bloggar

Allt gott að frétta af okkur

Hæ hæ allir

Þetta blogg er nú alveg að drepast hjá okkur..... so sorry - eru ekki allir komnir á facebook sem eru að lesa þetta :) ég er mun öflugari þar.

Annars er allt gott að frétta, Erla vinkona var í heimsókn hjá okkur í tæpar 3 vikur, þvilíkt gaman og mikið stuð.

Guðný er búin í skólanum, er komin í vinnu í sumarbúðum. Rosa gaman - verð þar í fjórar vikur, síðan er aðeins afslappelsi og svo krús í karabíska hafinu !! Við ætlum að fara í viku krús í bahamas með vinapari okkar - erum orðin þvílíkt spennt.

Svo byrjar vinnan bara aftur 6 ágúst, þannig að sennilega er engin Íslands heimsókn fyrr en um næstu jól, þó við vonum nú að við getum kíkt fyrr.

Hitinn er ansi mikill þessa dagana - 40 stiga hiti alla daga og mikill raki... smá erfirtt fyrir Guðnýju að vinna úti allan daginn - en það er allt að venjast og hún líka sátt við brúnkuna sem kemur :)

 Hef ekki meira að segja í bili - það eru myndir á facebook.

Yfir og út

Guðný og Reynir


ÁFRAM ÍSLAND

Veiiii Ísland komst áfram !!

Feitt Íslendingapartý í Atlanta á lau !!!!


Afmæli Guðnýjar

Hæ hæ

og takk fyrir allar afmæliskveðjurnar - email, facebook, sms og hringingar :)

Seinasti fimmtudagur var algjört æði - eins og afmælisdagar eru alltaf. Kennararnir gáfu mér köku, krakkarnir sungu aftur og aftur og bökuðu einmit líka handa mér "köku"

100_7841 100_7856

Síðan kíkti ég smá með vinnufélögunm á barinn og síðan kom Reynir og sótti mig á tók mig út á borða á æðislegum mexikönskum stað í nágrenninu. Reynir gaf mér svo takkaskó og hálsmen í afmælisgjöf!! Mín var ekkert smá ánægð - og hálsmenið er með bláum safír - í stíl við allt sem ég á, hann kann á þetta :)

Á föstudagskvöldið hélt ég síðan afmælispartý hérna heima. Það kom þvílikt mikið að fólki - þvílíkt stuð, rétt komust allir fyrir! Allir voru í skýjunum með bolluna sem ég gerði og veitingarnar - allt kláraðist, sem er von á gott - en kláraðist samt bara rétt í endann :) Fólk var alveg brjálað á gjöfum...!! Held að ég hafi fengið cirka 15 flöskur ! Fékk þvílíkt flott albúm frá Jenny frá ferðinni okkar til Athens. Sara elskan gaf mér íslenska gjöf, íslenskt brennivín, nóa konfekt og fleira. Fékk fullt af blómum, seðlaveski, glös og fleira. Íslensku stelpurnar gáfu mér geggjað flottan kjól sem smell passaði, slæðu, kerti og uppskriftarbók. Pökkuðu því ekkert smá flott inn:

100_7883 100_7886

Takk æðislega fyrir mig allir :) :)

Ykkar afmælisstelpa Guðný

100_7873 100_7902 100_7862 100_7882


Vindasamt í Atlanta

Yfirleitt breytist veðrið í Atlanta ekki mikið - sól, meiri sól aðeins minni sól. En síðustu vikur hafa verið skrítnar - veðrið alltaf að breytast, kannski eitthvað að smitast af Íslandi. Vorið að mestu búið að vera gott, en svo inn á milli kemur þvílík rigning, snjór og Tornato viðvaranir. Í morgun var rigning og þvílíkur vindur - hef nú aldrei fundið jafn mikið í Atlanta - bílinn kipptist alveg við. Stóð svo sem ekki lengi en mikið að trjám féll á vegina, mörg hús urðu rafmagnslaus og einn maður lést meira að segja við að tré féll ofan á hann. Einn kennari sem vinnur með mér rétt slapp, risa stórt tré datt rétt við skólann minn og hún rétt slapp undir það áður en það féll á götuna! Datt reyndar á næsta bíl sem var stór sendibíll, það var einungis einn maður í bílnum en hann slasaðist eitthvað, svakalegt. Ekkert smá skrítið að sjá svona heilann veg lokaðann vegna risa risa trés - húfff hér eru líka tré allstaðar!

Hér er ein mynd frá síðan í dag, samt ekki myndin frá götinni hjá skólanum mínum.

bíll undir tré


Arggg!!

Eins og ég hef örugglega deilt með flestum ykkar er mjög pirrandi allt þetta pappírsvesen hérna í Bandaríkjunum. Allt tekur langan tíma og alltaf þarf að skrifa unir endalaust þykka pappíra. Bara að fara í plokkun og litun - þarftu að skrifa undir heila bók - því það er eitt efni í litnlum sem getur mögulega gefið einhverjum ofnæmisviðbrögð  og þá þurfa þeir að vera með allt undirritað ef þér dytti í hug  að kæra þá.

En í dag!! Hrindi auglæknirinn minní mig og sagði mér að lyfseðillinn minn væri útrunnin, gildir sem sagt bara í ár. Fyrir ári síðan einmitt gat ég ekki keypt mér linsur nema vera með amrískan lyfseðil, svo ég borgaði 70 dollara til að segja mér að sjónin mín væri nákvæmlega eins og ég vissi!  Nú þarf ég sem sagt að borga aftur 70 dollara til að hann geti sagt mér aftur það sem ég veit ef ég ætla að fá linsur aftur! Þannig hann sagði ef þú vilt linsur verðuru að koma í dag og kaupa þær en eftir það verðuru að fara í augnskoðun - má ekki bjóða þér að panta tíma !! Arggg - neiii !!!

Allt svo mikið vesen - t.d. ef maður þarf að hringja í símafyrirtækið sitt eða einhver svoleiðis fyrirtæki - þá þarftur að tala við svona 5 mismunandi leiðinleg vélmeni og svo loksins eftir hálftíma af þeim færðu samband við alvöru persónu, sem er yfireitt með svo miklan spænskan hreim að þú skilur hann ekki einu sinni!!!

Aðeins að kasta að mér!!


Moulin Rouge CCP Party

Fórum i þvílíkt skemmtilegt þema- partý á föstudagskvöldið. Vinnan hans Reynis var með partý í þvílíkt flottum sal niður í bæ - sem er líka antíksala. Allir klæddu sig upp eins í bíómyndinni Moulin Rouge! Geggjað gaman - allir dressðir upp og einnig þvílíkt flott skemmtiatriði.

100 7727

100 7723


Sól og sumar

Allt gott að frétta af okkur.

Snjórinn löngu farin og yndislegt vor verður alla daga. Brjálað að gera í vinnunni hjá okkur báðum, Guðný meira segja farin að vinna á laugardögum líka. Fótboltinn hjá Guðnýju gengur rosa vel, komin í 2 utandeildalið núna, á þriðjudögum og laugardögum. Er enn að vinna að draga Reynir með mér í laugardagsboltann - gengur vonandi að lokum. Við áttum annars bara rólega helgi heima, meira um að vera um næstu helgi. En þá er vinnan hans Reynis með voða flott þemapartý, við eigum öll að vera í búninum eins og var í myndinni Moulan rogue - fjaðrir og læti, verður örugglega svaka fjör.

Annars er annrs litið að frétta, Guðný er enn að ákveða sig með sumarvinnu, fékk 3 atvinnutilboð :) Ætla vinna eitthvað en lika að njóta þessa að vera í sumarfríi. Okkur langar að koma heim í sumar, en ég efast um að það rætist nema við vinnum í lottóinu. Endilega deilið happatölum!!

Skrifa meira næst - ef það er enn einhver að fylgjast með þessi bloggi :) :)

Guðný og Reynir


Hellings snjór í Atlanta

veiiiiiiiiii hvað það var gaman að vakna í morgun!! Snjór snjór !! Ég sýndi ykkur nú myndir þegar það snjóaði seinast í Atlanta, sást varla. Þetta var heldur betra - hellingur að snjó - veiiii.

100_7342 100_7344 100_7346


Sædýrasafnið og dýragarðurinn

Salbjörg fór í morgun :( Við eigum eftir að sakna þín Bogga mín!!

En systurnar skemmtu sér konunglega um helgina, kíktum á stærsta sædýrasafn í Bandaríkjunum, jafnvel í heiminum, ekki alveg viss og svo í dýragarðinn. Hérna er smá sýnishorn:

Picture 052 Picture 080 Picture 067Picture 139 Picture 169 Picture 163


New York og Miami beach

hæ hæ - ef einhver er enn að fylgjast með, við bloggum svo sjaldan...!!

Allavega búið að vera nóg að gera hjá okkur, Salbjörg systir er búin að vera í heimsókn síðan í byrjun febrúar. Salbjörg og Guðný byrjuðu á því að hittast í NY og vera vera þar í 3 daga. Ekkert smá gaman, þvílíkt gaman að skoða þessa borg. Við náðum að gera ótrúlega mikiuð þótt við stoppuðum stutt, skoðuðum frelsistyttuna í bak og fyrir, algjör snild. Eyddum  dágóðum tíma á Time squere, gaman að sjá alla skýjagljúfrana, búðirnar, mannfólkið og allt - þvílíkt! Síðan fórum við á Brodway show og sáum Wicket, þvílík snild. Einnig fórum við á uppirstand þar sem 4 uppistandarar skiptust á áð láta okkur springa úr hlátri. Svo var auðvitað borðað, drukkið, dansað, verslað og haft gaman fram eftir öllu. - Sáum Empier state og svæðið þar sem tvíburaturnarnir, fórum í Chinatown og margt fleira - snildar ferð :)

DSC03468 DSC03466

Komum aðeins heim aftur til Atlanta svo fórum við öll 3 í fimm daga ferð til Maiami beach í Flórida. Mmmmmmm... ohhh hvað það var gott að liggja bara í algjöru leti á ströndinni. Gerðum svo sem ekki mikið nema liggja í sólbaði og slappa af. Eftir klukkan 4 rölltum við um bæjinn og skemmtum okkur á kvöldin. Við systur erum orðnar voða brúnar og fallegar, náðum vísu báðar að brenna soltið.... það fylgir bara.

100_7250 100_7283

Núna erum við svo bara komin aftur til Atlanta, Salbjörg búin að kíkja með mér í skólann og svona, kíkja aðeins í búðir og dúlla okkur. Planið fyrir helgina er svo dýragarðurinn, sædýrasafnið og kannski dansa smá á klúbbunum :)

Yfir og út

Guðný


Næsta síða »

Höfundur

Guðný og Reynir
Guðný og Reynir
Guðný og Reynir í Atlanta

Nýjustu myndir

  • 100_7882
  • 100_7862
  • 100_7902
  • 100_7873
  • 100_7886

Spurt er

Tekur þú skoðanakannanir á netinu?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband