Allt gott að frétta af okkur

Allt og ekkert að frétta af okkur, lífið gengur sinn vanagang.

Búið að vera ógeðslega kalt í Atlanta að undanförnu, farið undir frostmark.  Duttu meira að segja nokkur snjókorn niður um seinustu helgi, hélt nú aldrei að ég yrði eins glöð að sjá snjó. Skilst að það haldi áfram að vera kalt út febrúar og svo eftir það verður bara sól og sæla.  Við ætlum aðeins að taka forskot á sólina þegar Salbjörg systir kemur, búin að bóka 5 daga ferð á ströndina á Miami beach :) Það verðru æðislegt.

Ég reyndi eins mikið og ég gat að ná mynd af "snjókomunni" hér í Atlanta:

100_6999 100_7002

Annars er bara búið að vera nóg að gera hjá okkur í vinnunni. Guðný er svo jafnvel búin að fá vinnu í sumarfríinu, eða eitthvað að því. Ein mamman frá skólanum spurði hvort ég hefði áhuga að fylgja syni sínum í sumarbúðir í sumar. Þessi strákur er 5 ára og algjör draumur, alltaf fjör að hafa hann í kringum sig. Þetta myndi þá sennilega vera nokkrar vikur, virka daga frá 9-5. Henntar mér rosalega vel, 2 mánuðir er svolítíð mikið fyrir mig að vera í fríi, en þarna næ ég líka að fara í frí og gera eitthvað skemmtilegt. Við erum svo sem ekkert búin að ákeða hvort við ætlum að kíkja heim til Íslands í sumar eða ferðast einhversstaðar hér, Suður-Amríka er efst á listanum :) Sjáum hvað gerist.

Hér er annars lítið um táragas og mótmæli, maður er bara eitthvað svo langt frá því öllu saman að ég átta mig varla hvað er um að vera heima. Maður dettur bara inn í allt hér, Obama auðvitað það helsta í fjölmiðlunum þessa dagana. Það var frekar hátíðleg stund á þriðjudaginn- allur skólinn horfði á þetta í beinni útskýringu klappandi og húrrandi, meira að segja krakkarnir höfðu þvílíkan áhuga á þessu öllu saman.

Dettur ekki meira í hug til að deila með ykkur i dag.

Set hérna 2 hressandi myndir með í ganni frá seinasta íslenska saumaklúbb hér í Atlanta þar sem við enduðum í karíókí á hillybilly úthverfapubb, algjör snild :)

DSCF2149.sized

DSCF2156.sized


Gleðilegt árið

Gleðilegt árið kæru vinir og takk fyrir þau gömlu.

Megi árið 2009 vekja lukku og gleði.

Við Reynir erum ansi lélegir bloggarar þessa dagana.... so sorry.

Helsta í fréttum er að Salbjörg systir hennar Guðnýjar er að koma að heimsækja hana núna í febrúar :) :) veiiiiiiiiiiiii   Það verður æði.

Nóg pláss - ef að fleiri vilja koma í heimsókn !!


Jólin

Jólin eru búin að vera yndisleg, borða, sofa, borða, glápa, borða, lesa, borða, sofa !!

Helst í fréttum er að Guðný er orðin föðursystir. Sveinn bróðir eignaðist litlan prins á annan í jólum. Allt gekk rosa vel og fæddist drengurinn 16 merkur og 53 cm. Til hamingju Sveinn og Rakel. Hérna er ein mynd af sætu feðgunum.

sv1

Einnig setti ég inn nokkrar myndir frá jólanum.

jólin 2008 138


Gleðileg jól

Gleiðileg jól allir saman :)

Takk fyrir frábærar stundir á árinu

Guðný og Reynir Ari


Jólin nálgast

Guðný er komin í jólafrí !! Veiii :) Reynir þarf sennilega bara að vinna á mánudaginn, kannski þriðjudaginn, þá eru við bæði komin í frí fram eftir áramót.

Föstudagurinn hjá Guðnýju var æðislegur - síðasti dagurinn í skólanum fyrir frí. Það voru engir krakkar eins og vanalega á föstudögum, en  höfðum það gott. Góður hádegismatur, skiptumst á gjöfum og komust að því hver var okkar secret santa :) Svo var einn mjög skemmtilegur leikur sem virkaði þannig að við settum öll nokkra miða í skál sem á stóðu gömul störf sem við höfum unnið í gegnum tíðina, svo átti sá sem dró að reyna að giska hver þetta væri. Það vissi nú engin hver var fense-bulder þegar það kom upp!!  Svo var kíkt aðeins á barinn eftir kræsingarnar, geggjað skrítið að sitja út í sólinni í 20 stiga hita að drekka bjór á 19 des ! Vísu er desember búin að vera mjög kaldur en ég veit ekki hvað hefur verið að gerast síðustu 4 daga - bara þvílíkur hiti :)

Annars erum við á fullu að undirbúa jólin. Ég og Sara gerðum konfekt um daginn, svo hittumst við 4 íslenskar fjölskyldur í gær og gerðum laufabrauð - meiri háttar gaman. Svo ætla ég að gera sörur með Söru á morgun, hahhahah var þetta ekki smá fyndið!!

Núna erum við Reynir einmitt á leiðinni út að kaupa jólatré :) og það síðasta sem þarf fyrir jólamatinn, fréttum að það fengust grænar baunir og rauðkál í einni búð hérna - svo við ætlum að drífa okkur að kaupa það, verst að það fáist ekki malt og appelsín. En við verðum sem sagt með hangikjöt og uppstúf á aðfangadagskvöld, foreldrar Reynis voru svo yndislegir að senda okkur hangikjöt. Fyrsta planið var nú að vera bara 2 en svo fréttum við að 4 vinir okkar voru alveg einir og voru ekki að fara heim, þannig að við ákvöðum að bjóða þeim í íslenskt hangikjöt, ég ætla nú samt að elda svínakjöt líka - til öryggis en vonandi fíla þeir bara hangikjötið. Við erum allavega þrír íslendingar sem munum háma þetta í okkur svo er einn héðan úr Bandaríkjunum, einn frá Kanada og einn frá Ástralíu - það verður spennandi að vita hvað þeim finnst.

En jæja við erum farin í jóla-innkaup

Jólakveðja

Guðný og Reynir Ari


Jólastemming á Clariemont ave

 Gleðilegan fyrsta í aðventu kæru vinir

Við Reynir kíktum í Ikea í dag til að koma okkur í jólaskapið. Það var nú reyndar ekki til mikið jólaskraut en allavega dót til að gera aðventukrans og jólastjarna. Við keyptum okkur líka sokka í þeirri von að jólasveininn laumi einhverju í hann í desember.

Thanksgiving var annars rosalega fín, kíktum í mat til vinafólks og átum á okkur gat. Síðan hélt Þóra vinkona þvílíkt flott afmælispartý á föstudaginn, ekta íslensk stemming - gítar og söngur.

100 6825 

Jólastjarnar okkar og undirbúningur fyrir innökkun í baksýn

100 6826 

Hver sagði að ég gæti ekki föndrað!!     Einfaldur en sætur.

100 6827 

Reynir spenntur í Fall out - nýr tölvuleikur sem hann er límdur við þessa dagana :)

100 6828 100 6829

Sætu sokkarnir okkar

 


Allt gott ad fretta

Af okkur er allt gott ad fretta.

Eg Gudny er bara buin ad vera half veik i viku, kvef og halsbolga  tegar kolnar - bregst ekki.  Let mig to hafa tad ad fara i vinnu alla vikuna, tvi her eru sko alls ekkert 2 veikindadagar i manudi. Eg fae 10 daga yfir allt arid- i veikindi, fri og eins og laeknisheimsoknir. Eg vil audvitad alls ekki eyda tessum dogum, tvi eg aetla t.d. ad taka mer fri tegar Salbjorg systir kemur i februar :) :) Samt faranlegt kerfi herna, engin sveiganleiki, skilst samt ad eg se mjog heppin, flestir skolar eru med helmingi minna - 5 daga! og tad goda her er tad ef eg nota ekki alla dagana tetta arid ta rullast tad yfir a tad naesta, sem er vist mjog sjaldgaeft herna i Bandarikjunum.

En jaeja best ad haetta ad kvarta !! Hlokkum til ad fa sma fri i naestu viku ut af Thanks-giving, slappa af og fa okkur kalkun!!  Tad verdur ansi gott

Yfir og ut

Gudny og Reynir


Halloween

Forum i Halloween party hja CCP a fostudaginn og skemmtum okkur tvilikt vel.

Svona voru buningarnir okkar.

11-16-06 081 

11-16-06 080


Loksins farið að kólna í Atlanta

Klukkan 8 þegar við Reynir förum í vinnuna er orðið ansi kalt! Við þurfum peysu! Smá breyting frá bolatímabilinu þótt við séum alls ekki að kvarta. Um miðjan daginn þegar sólin er komin er sennilega samt alltaf um 15-20 stig, samt ansi kalt miðað við það sem var. Samt hálf skrítið að vera að krókna í bílnum á morgna með miðstöðina í gangi og svo er ég að stikna úr hita þegar ég labba heim!

Annars erum við á fullu þessa vikuna að finna okkur búning fyrir Halloween, sem  er ansi stórt hérna. Vinnan hans Reynis er með stórt Halloween partý á föstudaginn. Þar eru stór verðlaun fyrir bestu búningana og við ætlum aðvitað að taka þetta með trompi og vinna allt saman. Erum búin að vera skoða og skoða búninga en ekki búin að finna neitt ennþá, þannig að endilega ef þið eruð með hugmyndir - látið okkur vita.

Krakkarnir í mínum skóla eru öll þvílkt spennt. Grasker út um allt og allskonar hrekkjarvöku föndur í gangi.  Þau eru þvílíkt stolt að kenna mér allt um þetta, skilja ekkert í því afhverju við séum ekki með þetta á Íslandi.

Lofa að setja myndir inn af búningunum um næstu helgi :) :)


Kruttileg saga

Verd ad deila einu med ykkur

Einn strakur herna i skolanum, 7 ara heldur vodalega upp a mig, sem kemur natla engum a ovart heheh!! Allavega eg var eitthvad ad spjalla vid mommu hans i fyrradag tegar hun sotti hann og hun var ad spyrja mig um astandid a Islandi. Vorum addalega ad tala um bankana og fyrirtaekin sem vaeru ad fara a hausinn. Eg var ad segja henni ad eg vaeri eiginlega bara heppin ad vera herna akkuratt nuna og ad eg aetti engan pening inn a reikning a Islandi.

Svo kom mamma hans aftur til min i gaer og sagdist verda ad segja mer soltid sem strakurinn hennar hafdi sagt henni eftir samtilid okkar. Hann skildi sennilega ekki allt sem vid vorum ad segja en hann helt allavega astandid vaeri tannig ad eg aetti engan pening!! Tannig ad tegar hann kom heim for hann ad reyna ad opna sparigrisinn sinn tvi hann aetladi ad gefa mer allan peninginn sinn :)  Mamman for ad reyna ad utskyra ad tad vaeri nu oruglega allt i lagi med mig en landid mitt vaeri i vandraedum. Ta reyndi hann bara enn meira ad opna sparigrisinn og sagdist aetla ad gefa Islandi allan peninginn sinn :)   Endalaust krutt !!

Tannig hafdid engar ahyggjur af Islandi - tad eru peningar a leidinni !!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðný og Reynir
Guðný og Reynir
Guðný og Reynir í Atlanta

Nýjustu myndir

  • 100_7882
  • 100_7862
  • 100_7902
  • 100_7873
  • 100_7886

Spurt er

Tekur þú skoðanakannanir á netinu?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 991

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband